Föstudagur 19. júlí, 2024
13.8 C
Reykjavik

Fjórar líkamsárásir í nótt – Mikill erill hjá lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en var tilkynnt um fjórar líkamsárásir, þrjár þeirra áttu sér stað í miðbænum.

Samkvæmt lögreglu var ein líkamasárásin alvarlegri en hinar og voru tveir handteknir vegna málsins og gistu þeir fangaklefa í nótt en árásin átti sér stað rétt fyrir fjögur í nótt. Tveir aðrir voru handteknir vegna annarar líkamsárásar en samkvæmt lögreglu átti hún sér rétt eftir miðnætti. Þriðja árásin átti sér stað fyrir utan ónefnda krá og er málið til rannsóknar.

Þá var sagt frá því að lögreglustöð tvö, sem sinnir löggæslu í Hafnarfirði og Garðabæ, hafi fengið tilkynningu um líkamsárás en samkvæmt dagbók lögreglu eru málsatvik óljós og að málið sé ennþá í rannsókn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -