Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Fótbrotnaði í tónlistarhúsinu Hörpu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkuð annasamur dagur hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En þar segir að laust fyrir klukkan tvö í dag hafi lögreglunni borist tilkynning vegna karlmanns sem fallið hafði á göngu í tónlistarhúsinu Hörpu með þeim afleiðingum að hann beinbrotnaði á fæti. Var maðurinn fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þá var einnig tilkynnt um umferðarslys á Hafnarfjarðarhöfn en þar hafði lyftara verið ekið á bíl. Reyndist ökumaður lyftarans réttindalaus til að aka vinnuvélinni á opnu svæði.

Tilkynning úr Vesturbæ Reykjavíkur barst vegna ákeyrslu á bíl og að tjónvaldur hafi stungið af á vettvangi. Meintur gerandi fannst skömmu síðar og viðurkenndi hann brotið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -