Föstudagur 3. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Framferði ljósmyndara RÚV um að kenna: „Það er nú þannig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil óánægja hefur verið meðal fjölmiðlafólks vegna skertu aðgengi í Grindavík. Blaðamannafélagið hefur stefnt ríkinu til viðurkenningar á rétti blaðamanna til að stunda störf á svæðinu. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sat undir svörum blaðamanns í viðtali hjá Morgunblaðinu.

Lögreglustjóri hefur fram til þessa og ekkert gefið út vegna gagnrýni blaðamanna. Hann segir í viðtalinu:

„Þetta fór […] ekki vel af stað, þegar starfsmaður RÚV reyndi að kom­ast inn á yf­ir­gefið heim­ili. Það fór gríðarlega illa í Grind­vík­inga. Þá voru aðgerðir viðbragðsaðila gagn­rýnd­ar af Grind­vík­ing­um sem öðrum.“

Atvikið sem umræðir er þegar ljósmyndari á vegum RÚV reyndi að finna sér leið inn í yfirgefið hús í Grindavík í óþökk húsráðanda. Upp komst um atvikið í gegnum viðvörunarkerfi sem skrásetti ljósmyndarann taka í húninn og leita síðar að lykli undir blómapottum.

Birti myndband af innbrotstilraun ljósmyndara RÚV: „Reyndi að opna hurðir og leitaði svo að lykli“

„Þetta voru vond skila­boð inn í sam­fé­lagið og þessi ein­stak­ling­ur skemmdi klár­lega fyr­ir öðru fjöl­miðlafólki vegna nei­kvæðrar upp­lif­un­ar fólks og umræðu. Það er nú þannig. Hann setti blett á óheppi­leg­um tíma, þegar eng­inn Grind­vík­ing­ur var inni í bænum,“ útskýrir Úlfar en atvikið vakti mikla reiði meðal íbúa.

- Auglýsing -

Í viðtalinu er Úlfar spurður hvort honum finnist hann hafa gert allt sem hann gat fyrir blaðamenn sem leggja metnað í að skrásetja söguna. Hann segist ekki vita það með vissu en að honum þyki sagan ágætlega skráð.

„ … blaðamenn og ljós­mynd­ar­ar hafi sinnt því verk­efni með ágæt­um að segja frá og mynda þá at­b­urði sem staðið hafa yfir hér á Reykja­nesi und­an­far­in ár, þrátt fyr­ir tak­mark­an­ir á aðgengi.“

Telur formann misskilja hugtök

- Auglýsing -

Formaður Blaðamannafélagsins, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, hefur kallað eftir gögnum er varða ákvarðanatöku lögreglu vegna málsins. Aðspurður hvort hann ætli að verða að beiðni formanns svarar Úlfar:

„Ég á eft­ir að skoða það. En ég held að hún sé að mis­skilja þarna hug­tök eins og rit­skoðun og tján­ing­ar­frelsi. Við sjá­um til með mín viðbrögð.“

Inntur eftir hvort hann telji málflutning Sigríðar Daggar byggðan á misskilningi svarar Úlfar:

„Erfitt að segja en ei­lít­ill storm­ur í vatns­glasi að mínu mati.“

„Blaðamanna­fé­lag­inu er frjálst að gera það sem það vill gera. Ég hef margsagt í sam­skipt­um mín­um við fjöl­miðlafólk að ég er hérna með 3.800 Grind­vík­inga sem orðnir eru flótta­menn í eig­in landi. Þó að ekki hafi borist skrif­leg beiðni um að halda fjöl­miðlum frá íbúðargöt­um er það sam­talið sem leiðir mann að þeirri niður­stöðu,“ svarar Úlfar vegna stefnu Blaðamannafélagsins.

Þá segir Úlfar að ákvarðanir lögreglu séu meðal annars byggðar á ákvæðum almannavarnalaga.

„Ég geri mér al­veg grein fyr­ir því hverju fjöl­miðlar sækj­ast eft­ir en stund­um eru bara ákveðnar grens­ur.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -