Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Frétt Mannlífs um brottrekstur Eggerts staðfest – Stjórnin vill ekki hluthafafund um Vítalíumálið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Stjórn Festi hf. hafði forgöngu að samtali við forstjóra um starfslok hans fimmtudaginn 2. júní 2022. Við þær aðstæður óskað forstjóri eftir að fá að segja upp störfum í stað þess að honum yrði sagt upp, með hagsmuni sjálfs síns og félagsins í huga. Var fallist á þá málaleitan og náðust samningar samdægurs á milli félagsins og forstjóra um starfslok hans eins og tilkynning til kauphallar þann dag með sér,“ segir í tilkynningu sem stjórn Festi sendi Kauphöllinni um málið nú síðdegis.

Tilkynningin er í mótsögn við það sem fyrr hefur komið fram í þessu máli, þar sem stjórnin gaf til kynna í yfirlýsingu að Eggert hefði haft frumkvæði að starfslokunum. Nú er það viðurkennt að honum hafi verið þröngvað til að hætta, eins og Mannlíf greindi frá um helgina.

Mannlíf fjallaði um málið fyrst allra miðla. Um síðustu helgi var sagt frá miklum átökum sem staðið hefðu að tjaldabaki eftir að Vítalía Lazareva sagði frá áreiti í pottaferð með viðskiptajöfrum í árslok 2020. Tveir mannanna, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson eru í hópi stærstu hluthafa í Festi, sem rekur meðal annars Krónuna, N1 og Elko. Þórður Már vék úr stjórn Festi og Hreggviður hætti sem stjórnarformaður Veritas vegna ásakananna. Málið hefur nú dregið dilk á eftir sér.

Það vakti mikla athygli í vikunni þegar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri hjá Festi, sendi frá sér tilkynningu til Kauphallar Íslands um að hann hafi ákveðið að láta af störfum.

Mannlíf birti grein í gær þess efnis að hluthafarnir hefðu ekki vitað af brotthvarfi Eggerts fyrr en tilkynning hafi verið send til Kauphallarinnar í síðustu viku. Eggert hefur starfað hjá Festi og forvera félagsins í 11 ár. Samkvæmt heimildum Mannlífs er hann afar vel liðinn, með gott orðspor í starfi. Í forstjóratíð Eggerts hefur Festi og fyrirtæki samstæðunnar skilað miklum hagnaði. Ávöxtun hluthafa hefur verið með því hæsta sem sést hefur á Íslandi frá fjármálahruni.

 

- Auglýsing -

Félagið segir starfslok ekki tengjast Þórði Má

Festi hf. segir starfslok forstjórans ekki tengjast Þórði Má Jóhannessyni, fyrrverandi stjórnarformanni félagsins.

Kauphöllinni barst tilkynning um það fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn að Eggert Þór hafi sagt starfi sínu hjá Festi lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fjölmiðlar á borð við Morgunblaðið birtu þá yfirlýsingu athugasemdalaust.

Stjórnin heldur áfram að bera af sér að óeiningin innan félagsins snúist um mál Vítalíu og eindreginn stuðning forstjórans við baráttu hennar.

- Auglýsing -

„Tenging þessa máls við mál fyrr­verandi stjórnar­for­manns, að­draganda af­sagnar hans, og fleiri vanga­veltur af þeim meiði, eiga sér hins vegar enga stoð í raun­veru­leikanum og er vísað al­gjör­lega á bug,“ segir í tilkynningunni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -