Föstudagur 29. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Grímuklæddur þjófur rændi verslun – Sextán ára stúlka missti meðvitund eftir rafhlaupahjólaslys

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt og annað gekk á í gærkvöldi og í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þjófnaður og rafhjólaslys stóðu upp úr.

Grímuklæddur maður réðist inn í verslun í hverfi 108 og tók peninga úr sjóðsvél og hljóp út. Lögreglan leitar mannsins.

Fingralangur einstaklingur stal yfirhöfn frá veitingastaði í Miðborginni en í yfirhöfninni var nýlegur farsími frá gesti veitingastaðarins. Verðmætin eru sögð vera rúmlega 400.000 kr.

Þá hlaut sextán ára stúlka höfuðhögg er hún féll af rafhlaupahjóli í gærkvöldi. Missti hún meðvitund um stund en var vöknuð þegar lögreglu bar að. Eftir aðhlynningu frá sjúkraliða fékk hún að fara heim.

Tvær tilkynningar til viðbótar bárust lögreglu um rafhlaupahjólaslys en ölvaður maður féll af slíku hjóli í hverfi 108 en hlaut minniháttar meiðsl. Þá datt kona af rafhlaupahjóli í miðbæ Reykjavíkur og hlaut skurð á höfði. Sjúkrabíll kom á vettvang og gerði að sárum hennar.

Maður hringdi dyrabjöllu í íbúð í hverfi 103 og er húsráðandi opnaði dyrnar, réðist maðurinn á hann. Var hann farinn af vettvangi er lögreglan mætti á svæðið en lögreglan veit nafn mannsins.

- Auglýsing -

Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 104.  Árásaraðili var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Áverkar árásarþola eru í dagbókinni sagðir minniháttar.

Aukreitis barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur en árásaraðilinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangaklefa lögreglu, í þágu rannsóknar málsins. Ekki er vitað um áverka árásarþola.

 Að lokum voru afskipti höfð af manni á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Maðurinn var í tökum dyravarða er lögregla kom á vettvang. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var með ógnandi tilburði við lögreglu og var því handtekinn. Fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu og neitaði aðspurður af gefa upp nafn eða kennitölu. Var maðurinn vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -