Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Guðlaug kallar eftir breytingum hjá stjórnvöldum: „Áfengi er engin venjuleg neysluvara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í öflugum pistli sem Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri og höfundur, ritaði spyr hún hver sé áfengisstefna yfirvalda á Íslandi. Guðlaug vitnar í orð Árna Guðmundssonar en hann kærði sjálfan sig fyrir kaupa áfengi ólöglegan máta. Á Íslandi eru margar netverslanir sem selja áfengi þó að slíkt sé í raun ólöglegt en slíkar verslanir hafa nýtt sér gallaða löggjöf málaflokksins.

„Almenn lýðheilsumarkmið, velferðarsjónarmið, vernd barna og ungmenna, svo ekki sé minnst á lýðheilsumat eru augljósar og algerar forsendur áfengisstefnu. Við getum ekki byggt áfengisstefnu á ítrustu forsendum sítrustu sérhagmuna áfengisiðnaðarins,“ sagði Árni í viðtali um málið.  

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi er vara sem veldur margvíslegu tjóni meðal einstaklinga, fjölskyldna og í öllu samfélaginu. Og sem áhugamanneskja um krabbameinsforvarnir vil ég benda á að áfengi er einnig stór áhættuþáttur fyrir krabbamein,“ skrifar Guðlaug í pistlinum sem birtist á Vísi og nefnir hún sjö tegundir af krabbameini sem áfengi getur valdið.

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur um áratugaskeið lagt til við aðildarþjóðir sínar að unnið verði markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis, ekki síst með því að takmarka framboð á áfengi. En á Íslandi virðist ekki þurfa að fara eftir tilmælum svo mikilvægrar stofnunar. Nei, við látum fáa sérhagsmunaaðila komast upp með alls konar lögleysu. Ráðherrar, alþingismenn, lögreglan og fleiri aðilar skella skollaeyrum við. Þetta er ótrúleg áfengisstefna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -