Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Gunnar Smári: „Segja má að íslenski seðlabankinn verji best allra seðlabanka auð hinna ríku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, aðalmaðurinn í brúnni hjá Sósíalistaflokki Íslands segir að Seðlabanki Íslands verji ríka fólki best allra seðlabanka.

Í færslu sem Gunnar Smári birti í gær á Facebook-síðu Sósíalistaflokks Íslands, má sjá lista yfir verðbólgu í júlí samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu.

„Verðbólga í júlí samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Ég merki inn lönd með evru eða sem hafa gjaldmiðil sinn bundinn við evru. Að meðaltali er verðbólga á Evrusvæðinu 8,5% en hún er frá 6,1% til 22,0% eftir löndum. Þið getið rétt ímyndað ykkur álagið á Eystrasaltslöndin þar sem verðbólga er um og yfir 20% en stýrivextir 0,5%, taka mið af þörfum og pólitík þýskra stjórnvalda.“

Þá talar Gunnar Smári um að þegar búið sé að taka húsnæðisbóluna út úr dæminu sé ástandið ekki svo slæmt hér á landi, í samanburði við meginland Evrópu.

„Annars sýnir grafið að þegar búið að er taka húsnæðisbóluna út úr vísitölunni þá er verðbólga á Íslandi ekki mikið vandamál í samanburði við meginlandið. Eftir sem áður eru stýrivextir íslenska Seðlabankans 5,5% en þess evrópska 0,5%. Raunvextir íslenska seðlabankans eru nú jákvæðir um 0,1% á meðan raunvextir evrópska seðlabankans eru að meðaltali neikvæðir um 7,5% – en í raun neikvæðir frá 5,9% upp í 18,4%. Til að ná meðaltalsástandi evru þyrfti íslenski seðlabankinn að lækka stýrivexti niður í -2,5%.
Vextir íslenska seðlabankans er lang hæstir miðað við verðbólgu. Raunvextir svissneska bankans eru neikvæðir um 3,3% og þess norska um 4,9%, svo dæmi séu tekin af hinum EES-löndunum.“
Í lokaorðum sínum skítur Gunnar Smári á Seðlabanka Íslands.

„Segja má að íslenski seðlabankinn verji best allra seðlabanka auð hinna ríku, velti kostnaði verðbólgunnar yfir á skuldara umfram alla aðra seðlabanka.“

- Auglýsing -

Þórbergur nokkur skrifar athugasemd við færsluna og gefur Gunnari Smára ekkert eftir í gagnrýni sinni á stjórnvöldum.

„Hér beita stjórnvöld hinni einu skotheldu aðferð til að auðmenn geti grætt sem aldrei fyrr. Allt verður þeim að féþúfu. Er það ekki alveg dæmalaust að stríð tveggja ríkja langt í burtu verði til þess að moldríkir íslenskir verktakar og heildsalar mokgræði á tá og fingri nótt og dag allan ársins hring einfaldlega vegna þess að stjórnvöld vilja hafa hlutina þannig.

Segið svo að íslensk stjórnvöld viti ekki hvert beina eigi fjárstreyminu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -