„Af því að ég er náttúrulega rappari, plötusnúður og leikari. Maður er náttúrulega ekki bara refaeigandi sko, þó að maður sé þekktastur fyrir það í augnablikinu,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Ágústsson, betur þekktur sem Gústi B.

Stóra refamálið á mínum forsendum

Ég kíkti í útvarpsviðtal um daginn þar sem ég ákvað að rappa um málið og það var þá sem ég fattaði að ég þyrfti að koma einhverju frá mér, í bundnu máli.

Hann segir að umræðan síðustu vikur og mánuði hafi tekið á sig og refinn og vill hann með laginu fá útrás. „Og lagið fjallar um hann Gústa, refinn minn. Það eru margir búnir að tjá sig um þetta mál en nú mun ég útkljá þetta í eitt skipti fyrir öll og er markmiðið að loka stóra refamálinu á mínum eigin forsendum og klára þetta með stæl.“

„Þetta hefur tekið sinn toll, ekki síst fyrir hann júníor minn. Og sérfræðingar hjá Matvælastofnun vildu meina að hann væri orðinn svolítið stressaður. Ég held það gæti einmitt verið út af öllum þessum ofsóknum yfirvalda, það gæti verið,“ segir Gústi og má þar greina hæðnistón.

Gústi viðurkennir að líklega muni málinu þó ekki ljúka með laginu. „En lagið er að minnsta kosti eitthvað sem ég þarf að koma frá mér,“ segir Gústi og heldur áfram:

- Auglýsing -

Eitthvað allt annað og sérstakt

Hann segir engan bilbug á sér að finna. „Þetta er eins og ég segi í laginu sko: „Þau tala skít á Twitter en ég læt það ekki á mig fá.“ Hinn annálaði pródúsent Ingi Bauer gerir lagið með Gústa.

„Ég tók upp lagið hjá honum og hann hafði fylgst mikið með refamálinu mikla og hjálpaði mér með framkvæmdina. Þegar maður gerir tónlist um eitthvað sem skiptir máli, þá er það eitthvað allt annað og sérstakt, í stað þess að rappa bara um hvað maður er nettur og ríkur.“

Gústa jr. er ekki fara neitt, þótt lagið eigi að loka málinu. „Gústi er ekkert á förum sko en ég kannski dreg hann úr sviðsljósinu, fyrst þetta er farið að hafa svona rosalega stressandi áhrif samkvæmt sérfræðingunum,“ segir hann hlæjandi.

- Auglýsing -

Með laginu kemur út tónlistarmyndband, sem er alfarið teiknað. „Og Gústa jr. er í fyrsta skipti breytt í teiknimyndafígúru. Ég er rosalega spenntur að sjá hvernig fólk tekur í það, hann er með gullkeðju og allt.“

Gústi segir sig og refinn fá fjölmargar fyrirspurnir um afmæliskveðjur. „Það eru allir sem vilja afmæliskveðju frá júníornum, það er bara þannig. Og fyrirtæki eru líka mikið búin að vera að hafa samband, þau vilja fá auglýsingar og svoleiðis á samfélagsmiðlunum.“

Hægt er að lesa viðtalið við Gúsa í heild sinni í lífinu á Fréttablaðinu.

Smelltu hér til að lesa brakandi feskt helgarblaðið eða flettu því hér fyrir neðan: