Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson braut persónuverndarlög þegar hann birti upplýsingar úr lögregluskýrslu í september árið 2021. Lögregluskýrslan var vegna kæru Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á hendur fótboltamanninum Kolbeini Sigþórssyni en sakaði hún hann um ofbeldi. Vísir greindi frá niðurstöðu Persónuverndar í morgun en taldi Sigurður sig ekki hafa brotið á neinum þegar hann birti upplýsingarnar.
Þá skrifaði Sigurður pistil á Facebook-síðu sinni um leið og hann birti gögnin en þar fór hann meðal annars yfir Twitter-færslur Þórhildar Gyðu sem hún birti á svipuðum tíma og kynni hennar við Kolbein áttu sér stað. Þórhildur fór í kjölfarið með málið til Persónuverndar.