Sunnudagur 21. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Hákon hjá Lyfjaveri: „Lágvöruverðsapótekin eru komin til að vera, og Lyfja er ekki eitt af þeim“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Lækkun lyfjaverðs er samkeppni lágvöruverðsapóteka að þakka“ er yfirskrift greinar sem Hákon Steinsson framkvæmdastjóri Lyfjavers ritar og kallar um verðsamkeppni á milli apóteka.

Hákon segir að „á laugardaginn var birtist frétt í Fréttablaðinu með fyrirsögninni: „Mikil lækkun lyfjaverðs á milli ára,“ en í fréttinni kom fram í könnun Veritabus að lyfjaverð hefði lækkað mikið á milli ára hjá þeim fjórum lyfsölum sem bjóði netverslun og var vitnað í sambærilega könnun ASÍ frá því í nóvember 2021.

Sérstaklega var tekið fram að verð í Lyfju hefði lækkað um 15% að raunvirði og dugði það sem tilefni fyrir framkvæmdastjóra Lyfju til að hampa árangrinum.“

Hann segir einnig að „ekki viljum við hjá Lyfjaveri hins vegar leyfa stóra aðilanum á markaðnum, Lyfju, að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að Lyfjaver er með lægsta verðið samkvæmt könnuninni. Frá sjónarhóli litla aðilans á markaðnum skýtur það skökku við að stóri aðilinn, sem að auki er með markaðsráðandi stöðu, og er eins konar klukkubúð lyfjaverslananna, skuli hreykja sér af stöðu sem stafar helst af þeirri samkeppni sem lágvöruverðsapótek og Netapótek Lyfjavers hefur veitt þeim. Neytendur þurfa að spyrja sig að því af hverju Lyfja, sem ráðandi aðili á markaðnum, hafi verið svona dýr þangað til samkeppnin jókst með netverslunum.“

Bætir við:

„Álagningin hjá Lyfju er enn í dag mun hærri en hjá Lyfjaveri eins og sjá má af verðsamanburði. Lækkunin hjá Lyfju núna stafar aðeins af því að þar var mikið svigrúm til lækkunar vegna þess að álagningin var mjög há fyrir. Lyfjaver hefur með netapóteki sínu stuðlað að verðlækkun um land allt. Mjög lítið er um að viðskiptavinir greiði heimsendingargjald þar sem sendingin er frí ef pantaðir eru tveir lyfseðlar.“

- Auglýsing -

Hákon bendir á að „á höfuðborgarsvæðinu aka bílstjórar Lyfjavers sendingum heim til viðskiptavina og dreifum við allt frá Völlunum í Hafnarfirði til Kjalarness. Pósturinn sér svo um sendingar um land allt, auk þess að hægt er að nálgast pantanir sem ekki innihalda lyf á afhendingarstöðum Dropp um land allt.

Ég hvet neytendur til að fylgjast einfaldlega vel með hver býður lægsta verðið. Það er gott fyrir neytendur að aukin samkeppni okkar hafi loks orðið til þess að Lyfja lækki álagningu sína. En að það sé sérstakt tilefni til fagnaðar hjá Lyfju hljómar vægast sagt undarlega.“

Hákon segir að lokum að „ég held að neytendur átti sig á því að klukkubúðir eru almennt dýrari en lágvöruverðsverslanir, enda er lengri afgreiðslutími hjá þeim. Það á auðvitað við um Lyfju líka. Við hin sem komum almennt vel út úr verðkönnunum á milli ára hljótum því að vilja rétta okkar hlut og benda á að lágvöruverðsapótekin eru komin til að vera, og Lyfja er ekki eitt af þeim.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -