Sunnudagur 15. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Guggu dreymdi um að þjálfa hesta – en lenti í bílslysi: „Ég man að ég skreið út um afturgluggann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir. Kölluð Gugga. Byrjaði ung að drekka og dópa. Innbrot. Vændi. Ofbeldi. Varð vitni að morði. Hún kynntist ástinni sinni í neyslu og ástin dó síðar úr krabba. Hún syrgir Jóa sinn, en bæði fóru í meðferð og áttu saman nokkur ár edrú. Í dag er hún öryrki og segist vera góð við dýr og menn. Hver eru skilaboð Guggu til þeirra sem eru að prófa? Prófa að drekka. Dópa. „Helst vildi ég að þessir krakkar segðu „nei“.“ Hún ræðir við Svövu Jónsdóttur, lítur yfir farinn veg og talar í einlægni um það sem á daga hennar hefur drifið.

 „Ég ólst upp hjá ömmu minni á Langholtsveginum, henni Guðbjörgu. Hún tók mig að sér þegar ég var pínulítil af því að mamma og pabbi voru að drekka og gátu ekki hugsað um mig. Ég gekk í Vogaskóla og var ofsalega mikill dýravinur. Ég átti kisu og svo hund seinna meir. Svo var ég í hestunum og var í sveit frá átta ára til tólf ára aldurs, þar sem ég elskaði að vera með dýrunum.“

Hún var farin að drekka og „láta eins og kjáni“ þegar hún var í Vogaskóla. Mætti stundum ekki í skólann. Lærði ekki heima og las ekki undir próf.

Þegar hún var lítil stelpa dreymdi hana um að verða hjúkrunarfræðingur þegar hún yrði stór, svo hún gæti hjúkrað ömmu sinni þegar hún yrði gömul. Svo dreymdi hana um að verða dýralæknir. „En það varð ekki úr neinu út af neyslu.“

Hana dreymdi líka um að þjálfa hesta en gaf þann draum upp á bátinn eftir að hún lenti í bílslysi; þá nýbúin að neyta sýru. Þrír hryggjarliðir brotnuðu. „Ég man að ég skreið út um afturgluggann. Kærasti minn var með mér sem og vinkona mín og kærastinn hennar og svo hundurinn minn, en þau slösuðust ekki mikið; það var viðbeinsbrot og nefbrot og eitthvað, en það munaði litlu að ég yrði lömuð. Ég varð svo veik í bakinu eftir þetta, að ég gaf hestana alveg upp á bátinn. Og þegar ég byrjaði að drekka seldi amma hestinn minn og svo hætti ég bara í hestamennsku.“

Fór að drekka rosalega mikið og nota hass.

Hvað vill Gugga segja um fyrsta sopann?

- Auglýsing -

Lesa meira hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -