Miðvikudagur 23. október, 2024
3 C
Reykjavik

Haraldur segir sveitarfélög brjóta lög nánast daglega: „Skussaverðlaunin fær Garðabær“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Félags leikskólakennara skammar sveitarfélögin fyrir lögbrot.

Í nýjum pistili sem Haraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, sagði í honum að sveitarfélög landsins séu að brjóta lög nánast á hverjum degi og það sé ekkert leyndarmál. Samkvæmt Haraldi þá er það bundið í lög að ⅔ af starfsfólki leikskóla eigi að hafa menntun tengda uppeldi en staðreyndin sé sú að sú tala sé lægri en ⅓. 

Það er ljóst að leikskólar verða ekki starfræktir án kennara. Í tilfelli leikskólans er það bundið í lög að að lágmarki 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf. Það þýðir að það er lögbundið að kennarar í leikskólum eigi að hafa menntun. Í dag er það samt þannig að eingöngu tæplega 1/3 hluti þeirra sem starfa í leikskólum hafa til þess tilskilda menntun eins og lögin kveða á um. Það eru ekki nýjar fréttir.

Þessi lagalega krafa um 2/3 er ekki ný. Hún kom fyrst inn í lögin 2008. Fyrir þann tíma voru lögin þannig að allir þeir sem sinntu uppeldi og menntun í leikskólum skyldu hafa til þess menntun. Það má því alveg segja að árið 2008 hafi verið gerð minni krafa til menntunar í leikskólum en á öðrum skólastigum þar sem þetta 2/3 lágmark er ekki til staðar,“ og sagði Haraldur að sveitarlögin væru ekki að gera nóg til að fjölga kennurum og uppfylla lögin.

„Við þurfum að gera betur hvað varðar starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það er staðreynd að víða er rými í leikskólum fyrir börn og starfsfólk ábótavant. Bæta þarf inn í reglugerð um leikskóla lágmarksviðmiði um stærð leikrýmis sem tilheyrir leikskóladeild. Á því hafa sveitarfélögin ekki áhuga þar sem það setur á þau auknar kröfur. Á því hefur löggjafinn ekki heldur áhuga þar sem að sveitarfélögin eru því mótfallin. Er það góð hugmynd?

Við þurfum sums staðar að gera betur í framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum, þó sannarlega mörg sveitarfélög hafi tekið málið föstum tökum, og því ber að fagna og hrósa,“ sagði formaður í pistlinum sem birtist á Vísi og tók fram að samið hafi verið um framkvæmd á betri vinnutíma í leikskólum en skortur á fagmennsku í sveitarfélögum sé til staðar varðandi úrlausn á því máli.

- Auglýsing -

„Skussaverðlaunin fær Garðabær, sem samkvæmt fylgiskjali um betri vinnutíma í leikskólum, átti að skila inn tímasettri áætlun um hvernig markmiðum fylgiskjalsins yrði náð í síðasta lagi 31. mars síðastliðinn. Enn bólar ekkert áætluninni þrátt fyrir ítrekanir.

Á meðan tekur Garðabær áhættuna á því að „blæða“ kennurum til annarra sveitarfélaga sem er erfitt að hafa samúð með þegar að bærinn stendur sig jafn illa og raun ber vitni hvað þetta verkefni varðar. Er það góð hugmynd?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -