Þriðjudagur 7. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Heitavatnslögnin tengd – Vatn streymir í tanka HS Orku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Framkvæmdir við nýja hjáveitulögn Njarðvíkuræðarinnar gengu vonum framar í nótt og vatn er nú tekið að streyma inn í heitavatnstanka HS Orku á Fitjum, segir í tilkynningu frá félaginu.

Um klukkan eitt í nótt var logsuðu lokið við heitavatnslögnina. Þá var hún dregin með jarðýtu yfir hraunslóðann. Klukkan þrjú var tengingu lagnarinnar lokið.

„Þá hófst vinna við að setja heitavatnsframleiðslu í orkuverinu í Svartsengi af stað og hleypa vatni varlega á lögnina. Hópur manna ók meðfram lögninni á meðan á því stóð til að botntæma og lofttæma lögnina og tryggja óheft rennsli. Á sama tíma stýrðu starfsmenn HS Orku í stjórnstöð innstreyminu í lögnina til að forðast loftmyndun og óeðlilega hitaþennslu á lögninni.“

Samkvæmt tilkynningunni segir að allt hafi gengið að óskum og nú streymi vatn frá orkuverinu inn í heitavatnstanka HS Orku á Fitjum.

„Framgangur og skipulag þessarar stóru aðgerðar er einstakt á allan hátt og má þakka styrkri forystu almannavarna ásamt fjölmennum hópi af öflugum fag- og iðnaðarmönnum, verktökum og verkfræðingum. Samstillt átak fjölmarga aðila hefur þannig tryggt að heitt vatn kemst vonandi á öll hús á Suðurnesjum á allra næstu dögum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -