Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Helgi rekur flestar konur í stjórnunarstöðum á Torgi – Elín, Aðalheiður og Erla allar reknar í gær

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þremur reynslumiklum millistjórnendum hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torg ehf. var sagt upp störfum í gær. Allt eru þetta konur og svo virðist sem ein háttsett kona hafi verið látin fjúka frá hverjum undirfjölmiðli fyrirtækisins, Fréttablaðinu, DV og Hringbraut. Heimildir Mannlíf herma uppsagnirnar hafi komið mörgum á óvart innanhús. Gífurlegt tap hefur verið á rekstrinum, sem er að mestu í eigu Helga Magnússsonar.

Erla Hlynsdóttir var rekin af DV en hún var ráðinn fréttastjóri þar stuttu eftir að Helgi keypti fjölmiðilinn árið 2020. Þá var hún nýhætt sem framkvæmdastjóri Pírata. En Erla hefur komið víða við í fjölmiðlum og hefur starfað á Stöð 2 og Fréttatímanum auk DV. Hún er helst þekkt fyrir að hafa í þrígang kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna dóma sem hafa fallið henni í óhag í Hæstarétti. Öll málin vann hún á meginlandinu.

Á Fréttablaðinu var Aðalheiður Ámundadóttir rekin. Þar, líkt og Erla, hafði hún starfað sem fréttastjóri frá því að Helgi eignaði blaðið 2020. Aðalheiður er lögfræðingur að mennt og starfaði sem blaðamaður á Fréttablaðinu frá árinu 2017. Þar áður, líkt og Erla, starfaði Aðalheiður fyrir Pírata og var einnig í framboði fyrir flokkinn.

Þriðja konan sem var rekin í gær var þó enginn Pírati, heldur Elín Hirst, fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins og fréttakona í áratugi. Uppsögn hennar er helst furðuleg fyrir þær sakir að hún er nýkomin til starfa. Ráðning hennar sem rit­stjóra Frétta­vaktarinnar hjá Torgi, sjónvarpsfrétta á Hringbraut, var tilkynnti í upphafi ágústs. Í þeirri tilkynningu var lögð áhersla á náið samstarf hennar og Sigmundar Ernis Rúnars­sonar aðal­rit­stjóra um árabil.

Eftir því sem Mannlíf kemst næst þá eru engar konur í stjórnunarstöðum á öllum ritstjórnum fjölmiðla Torgs í dag. Vantraust á konum innan fjölmiðilsins er þó ekkert nýtt og hefur fylgt fyrirtækinu frá upphafi. Stuttu eftir að Helgi keypti Fréttablaðið voru flestar konur í stjórnunarstöðum reknar. Það vakti hörð viðbrögð starfsmanna árið 2020, líkt og kom fram í ítarlegri frétt Vísis um málið.  Þar kemur fram að áður en Helgi eignaðist blaðið voru konur í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum blaðsins.

Ranghermt að Elínu Hirst, ritstjóra Fréttavaktarinnar, hafi verið sagt upp störfum. – Elín er hér með beðin afsökunar á þessum mistökum og því ónæði sem þau kunna að hafa valdið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -