Sunnudagur 5. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Hildur Guðnadóttir gifti sig í Berlín: „Sungið, dansað, grátið, drukkið og kysst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óskarsverðlaunahafin Hildur Guðnadóttir gifti sig um helgina í fallegri athöfn í Þýskalandi.

Stórtónskáldið Hildur Guðnadóttir giftist tónlistarmanninum Sam Slater um helgina í fallegri athöfn í Berlín. Hildur er þekkasta tónskáld Íslands en hún vann til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker árið 2020. Aðrar myndir sem Hildur hefur samið tónlist fyrir eru Arrival, Eiðurinn, Sicaro og The Revenant. Næst á dagskrá Hildar er að semja tónlist fyrir myndina Joker: Folie à Deux sem er framhaldsmynd Joker en til stendur að sú mynd verði söngleikur ef marka má erlend slúðurblöð.

„Verður ræða hennar í minnum höfð um ókomna tíð. Það var sungið, dansað, grátið, drukkið og kysst. Kærleikur og ást skein úr augum. Vart er hægt að hugsa sér annan eins dýrðarinnar dag. Þakklæti er efst í huga mér eftir að hafa notið síðustu daga umvafin öðrum eins kærleik sem hefur raðast í kringum Hildi mína. Lifi ástin,“ sagði Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar, á instagram í tilefni brúðkaupsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -