Sunnudagur 19. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hnífstungan á Hólmsheiði: Nálgaðist fórnarlambið í gegnum fund á vegum AA samtakanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á mánudagskvöldið greindi Mannlíf fyrstir fjölmiðla frá því að hnífstunguárás hafi átt sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði. Þá var sagt að karlmaður tengdur Bankastrætisárásinni hafði verið stunginn í andlitið en náð að sparka af sér árásarmanninum; fór hnífsstungan í andlit mannsins rétt ofan við augabrún hans og þótti mikil mildi að ekki fór verr – en litlu mátti muna að stungan lenti í auga hans.

Heimildarmaður Mannlífs sagði að ráðist hafi verið á fangann inni á gangi í fangelsinu og að svo virðist sem árásin hafi verið þaulskipulögð. Árásarmaðurinn var á öðrum gangi en hljóp yfir á gang fórnarlambsins – og það á ekki að geta gerst. Samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis hefur komið í ljós að árásarmaðurinn sem vistaður er á öðrum gangi en fórnarlambið hafi náð að nálgast fórnarlambið í gegnum AA – fund sem haldinn var á gangi fórnarlambsins.

Afplánar árásarmaðurinn þungan dóm. Er honum gert að hafa útbúið eggvopn úr gaffli. Tennur gaffalsins ku hafa verið fjarlægðar að undaskilinni einni sem hafði verið brýnd.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er árásarmaðurinn karlmaður um tvítugt sem þegið hefur greiðslu til að veitast að fórnarlambinu. Haft er eftir heimildum að árásarmaðurinn sé þekktur í undirheimunum og að hann hafi vísvitandi skotið ungan karlmann til að komast inn í fangelsið, hafandi verið nýbúinn að afplána aðra fangelsisvist.

Heimildamönnum greinir á

Eins og áður hefur verið nefnt tjáir heimildamaður Mannlífs að greiðsla hafi verið lögð fram fyrir verknaðinn. Ber því sögum ekki saman því samkvæmt heimildamanni Vísis flokkast árásin sem tækifærisárás þar sem fórnarlambið var ekki sjálft statt á fundinum. Þó má draga líkur að því að einhver skipulagning hafi átt sér stað þar sem fram kemur að árásarmaðurinn hafi ekki ætlað sér að drepa fórnarlambið heldur einungis að hræða það.

- Auglýsing -

Í samtali við Mannlíf síðastliðinn þriðjudag segir Páll Winkel fangelsismálastjóri:

„Þá er ráðist þarna að samfanga fyrirvaralaust með heimagerðu eggvopni og sem betur fer urðu afleiðingar ekki miklar en eins og ég segi við lítum þetta mjög alvarlegum augum og förum yfir alla verkferla hjá okkur hvort það sé eitthvað sem við getum bætt.“

 

Bankastrætismálið vefur upp á sig – Hnífsstunga á Hólmsheiði í kvöld: Fangi stunginn í andlitið

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -