- Auglýsing -
Svo virðist sem hraun sé að renna í áttina að Grindavík en eldgos hófst nú rétt fyrir klukkan átta í morgun. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ræddi við mbl.is í morgun en hann taldi að hraun væri þegar farið að renna í gegnum gat í varnargarði fyrir ofan Grindavíkurbæ.
Aðspurður hvort hann telji hættu á því að hraun renni í áttina að Grindavík sagði hann: „Mér sýnist það stefna í þá áttina, en við erum ekki alveg með nákvæma staðsetningu á upptökum gossins á þessari stundu.“