Mánudagur 15. júlí, 2024
14.8 C
Reykjavik

Íbúar langþreyttir á stórum og ljótum moldarhaugum: „Rétt á að fá skýr svör“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar Árskóga vilja moldarhauga í burtu.

Risastórir moldarhaugar sem eru geymdir í Mjóddinni valda íbúum Breiðholts áhyggjum og trufla þá. Nærliggjandi byggð verður fyrir sandfoki með tilheyrandi tjóni og segja íbúar haugarnir séu sjónmengun. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur reynt að fá skýringar á haugunum hjá Reykjavíkurborg en að sögn hans svarar borgin ekki fyrirspurnum hans um málið.

„Eftir því sem ég kemst næst eru þessir haugar á vegum Reykjavíkurborgar og verktaka, sem borgin hefur heimilað að nota þetta svæði sem „millitipp“ eða tímabundinn losunarstað. Um þetta hef ég þó ekki fengið skýr svör í borgarkerfinu þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir,“ sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, við Mannlíf um málið.

Kjartan telur að einn moldarhaugurinn hafi verið þarna í nokkur ár en hinir komið seinna til sögunnar. „Um er að ræða nokkra hauga. Eftir því sem ég kemst næst hefur einn verið þar frá árinu 2019 en hinir mun skemur. Íbúar við Árskóga hafa tjáð mér að þeir haugar, sem hafi valdið þeim hvað mestum ama, hafi verið þar í um tvö ár en upphaflega hafi íbúunum verið sagt að haugarnir yrðu þar aðeins í þrjá mánuði. Auk malar- og sandhauga virðist svæðið einnig vera notað til geymslu á tækjum og ýmsu efni, jafnvel drasli, sem engan veginn á við svo nærri íbúabyggð.“

Mér finnst óviðunandi að svæði, sem er nálægt svo fjölmennri íbúabyggð, sé notað langtímum saman í þessu skyni. Ég fæ ekki séð að til þess sé heimild samkvæmt skipulagi. Haugarnir valda íbúum í Árskógum og nágrenni ama og óþrifnaði enda fýkur efni úr þeim yfir byggðina. Haugunum fylgir líka sjónmengun enda eru sumir þeirra á stærð við fjölbýlishús,“ sagði Kjartan um að þetta svæði sé notað sem einhverskonar geymsla og bætti við að honum þætti óásættanlegt að Reykjavíkurborg hafi ekki svarað fyrirspurnum Sjálfstæðisflokknum um þetta mál. Þetta sé þess eðlis að borgin skuldi íbúum skýr svör og það eigi ekki að taka langan tíma.

- Auglýsing -

„Mér finnst auðvitað óviðunandi að hafa ekki fengið skýr svör frá borginni um málið þrátt fyrir að hafa leitað eftir þeim mánuðum saman. 13. júlí sl. lagði ég fram skriflega fyrirspurn um málið í borgarráði eftir að hafa áður fengið óljós svör þegar ég spurði óformlega um málið innan borgarkerfisins. Meirihlutinn vísaði fyrirspurninni til umhverfis- og skipulagsráðs þar sem hún var lögð fram 16. ágúst en hefur síðan dagað uppi. Slík upplýsingatregða er með ólíkindum því auðvitað eiga íbúar, sem og kjörnir fulltrúar og fjölmiðlar, rétt á að fá skýr svör um slík mál án undandráttar.“

Kjartan vill meina að rót vandans sé líklega borgin sé ekki lengur með losunarsvæði fyrir jarðefni og það þurfi að finna nýtt svæði fyrir slíkt því að núverandi ástand sé óviðunandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -