Miðvikudagur 17. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Ingunn lýsir árásinni sem kostaði hana næstum því lífið: „Þetta virtist vera heil eilífð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingunn Björnsdóttir er enn að glíma við eftirköst hnífsstunguárásarinnar sem hún varð fyrir í Óslóarháskóla fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan.

Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, var í viðtali við TV2 í Noregi. Þar kemur fram að hún haltri eilítið og sé tilfinningalaus á nokkrum stöðum í handleggjunun – eins og hún hafi fengið deyfingu. „Það er gott að vera komin til baka, en líka svolítið sérstakt,“ segir hún í upphafi viðtalsins en hún hefur starfað við háskólann síðastliðin 10 ár. „Ég ákvað ung að árum að ég myndi aldrei starfa við eitthvað sem þætti leiðinlegt.“

Árásin

Dagurinn 24. ágúst hófst eins og hver annar vinnudagur. Ingunn fór í hverfisbúðina og keypti sér árbít. Hún sótti fyrsta kaffibolla dagsins í mötuneytið hjá skrifstofunni í Marienlyst. „Þetta var eins og hver annar dagur,“ segir hún.

Klukkan rúmlega tvö undirbjuggu hún og vinnufélagi hennar fund sem átti að halda með einum nemanda. Þegar þau settust andspænis hvort öðru á skrifstofunni átti hún ekki von á atviki sem myndi gerbreyta lífi hennar.

Áður en hún vissi af barðist hún fyrir lífi sínu á gólfinu eftir að hafa verið stungin sextán sinnum með hnífi.

- Auglýsing -

Fyrsta stungan lenti á hálsi Ingunnar. „Það fyrsta sem flaug gegnum hugann var undrun. Ég skildi ekki hvað var að gerast.“

Síðan kom óttinn.

„Það var greinilegt að hann vildi ná mér. Og hann stakk mig í hálsinn og ég hugsaði að þetta myndi ég ekki lifa þetta af. Svo kom skelfingin.“

- Auglýsing -

„Hvað gerðir þú þá?“ var Ingunn spurð í viðtalinu.

„Ég öskraði. Það er það sem maður gerir þegar maður verður hræddur.“

Ingunn reyndi að verja sig með höndunum. Hún fékk djúpa skurði, en fann ekki sársaukann. Adrenalínið var á fullu.

„Þetta virtist vera heil eilífð“, segir hún.

Síðan kom hnífsstunga í líkamann.

„Það var þá sem ég hugsaði: „Ég mun deyja“.“

En þá var dyrunum var hrundið upp.

Vinnufélagar þustu inn til að hjálpa henni. Einhver hringdi á lögreglu og sjúkrabíl.

Svo náðu vinnufélagar að yfirbuga árásarmanninn.

Ingunn náði að staulast á fætur.

„Ég fór fram. Samtímis fann ég að annar fóturinn virkaði ekki. Hann bara dinglaði.“

Hún haltraði inn í ljósritunarherbergið við hliðina og hneig þar niður. Þar sem hún lá á gólfinu horfði hún upp á andlit starfsfélaga sinna.

„Ég man þetta nánast allt. Ég man hvað gerðist í kringum mig og hvað ég hugsaði um. En ég var öruggleg við að missa meðvitund á einhverjum tímapunkti.“

Búið var um hand- og fótleggi og fótleggjunum haldið hátt til að stöðva blæðinguna.

„Ég fann engan sársauka. Það kom mér á óvart og var reyndar svolítið áhugavert. Ég skynjaði engan sársauka fyrr en ég var komin á sjúkrhúsið,“ segir hún.

Óskiljanlegt

Enn þann dag í dag á Ingunn erfitt með að skilja orsakir árásarinnar. 

„Hver ert þú sem kennari fyrir nemendur þína?“

Hún hlær.

„Það er erfið spurning.“

Síðan hugsar hún sig um.

Ingunn situr í fundarherbergi á Thon-hóteli í Ullevaal.

Undanfarna mánuði hefur hún dvalið á Íslandi með fjölskyldu sinni til að jafna sig eftir árásina. Núna er hún komin aftur til Óslóar þar sem hún tekur meðal annars þátt í ráðstefnu.

„Það fer sennilega eftir því hvern þú spyrð. Sumir telja eflaust að ég sé of ströng, aðrir að ég sé of undanlát. Einhverjum finnst kannski líka að hreimur minn sé erfiður að skilja.“

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -