Mánudagur 27. mars, 2023
-0.2 C
Reykjavik

Íslendingar taka yfir Tenerife um jólin – 32 flug skipulögð yfir hátíðirnar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Yfir næstu jólahátíð er útlit fyrir að yfir fimm þúsund Íslendingar verði á Tenerife að njóta lífsins. Nú þegar eru 32 flug skipulögð þangað á vegum íslensku flugfélaganna og ferðaskrifstofa.

Það er Túristi sem tók saman tölfræði um ferðaframboð hér á landi til Tenerife yfir jól og áramót. Þar kemur fram að fyrir jólin verði 20 flugferðir í boði hjá Icelandair til Tenerife, dagana 13. til 23. desember. Við þetta bætast svo að minnsta kosti 6 flug frá Play og tvær ferðir frá Niceair, beint frá Akureyri.

Þá eru bara taldar upp þær flugferðir sem í boði verða og við þetta má bæta ferðir á vegum ferðaskrifstofanna Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur Heimsferðir og Úrval-Útsýn og verður með fjórar ferðir til Tenerife fyrir jólin, og Vita, dótturfélags Icelandair.

Það er því ljóst að Íslendingar koma til með að setja sterkan svip á hátíðirnar á eyjunni fögru þegar þeir fylla þessar 32 vélar frá Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -