Mánudagur 29. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Íslensk landsliðskona ólétt af öðru barni sínu: „Þetta er bara ein stór fjölskylda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er ólétt af öðru barni sínu.

Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United og íslenska landsliðsins í kanttspyrnu, á von á sínu öðru barni. Dagný hefur spilað 113 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 38 mörk og er ein besta landsliðskona Íslands. Áður en Dagný varð atvinnumaður spilaði hún á Íslandi meðal annars með Selfossi, Val og Ægi.

Dagný er gift Ómari Páli Sigurbjartssyni og eiga þau fyrir soninn Brynjar Atla. 

„Mér finnst ótrúlegt hversu mikið félagið hefur stutt mig með son minn. Það eru ekki öll félög sem myndu leyfa mér að fá strákinn minn inn á æfingasvæðið og inn á völlinn. Ég er mjög þakklát fyrir að hann fái að upplifa alla þessa reynslu með mér og þess vegna er hann mikill West Ham aðdáandi í dag og mun vera það sem eftir er af lífi sínu,“ sagði Dagný.

„Þetta er bara ein stór fjölskylda og ég er spennt að það sé að bætast við þá fjölskyldu.“

Fótbolti.net greindi fyrst frá

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -