Föstudagur 12. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Köttur Illuga fór að væla að tilefnislausu – Greining dýralæknisins kom á óvart

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður greinir frá því á Facebook að kötturinn hans, Fiskur, hafi byrjað að væla, að svo virtist að engu tilefni. Fiskur er háaldraður í kattaárum, orðinn 17 ára, en dýralæknir greindi hann með Alzheimer. Illugi segir þetta sorglegt þar sem Fiskur sé enn fullfrískur.

„Passið vel upp á kettina. Hann Fiskur okkar er orðinn 17 ára en afar vel á sig kominn líkamlega og tekur enn á sprett úti í garði ef svo ber undir og er hinn liðugasti við hopp og skopp. Hins vegar höfum við hér í Skólastrætinu furðað okkur á því að hann hefur síðasta misserið tekið upp á því að mjálma og raunar væla æ meira og alveg að tilefnislausu hefur okkur virst. Allt í einu rekur hann upp roku af ansi eymdarlegu væli, þótt ekkert sýnilegt virðist að honum,“ segir Illugi.

„Þetta væl hefur aukist síðustu mánuði og nú vælir hann á þennan hátt mörgum sinnum á sólarhring, jafnt á nóttu sem degi. Um daginn heyrði ég í útvarpinu lýsingu á gömlum hundi sem fór að emja svona upp úr þurru, og það var rakið til heilabilunar af svipuðu tagi og Alzheimer í okkur mönnunum.“

Það var svo í morgun sem dýralæknirinn greindi hann með Alzheimer. „— Og nú í morgun hringdi ég í Dagfinn dýralækni og lýsti væli Fisks og öllu hans hátterni og dýralæknirinn sagði strax að já, þetta stafaði augljóslega af því sem við myndum kalla Alzheimer. Þetta er þeim mun hörmulegra sem Fiskur er svo hraustur líkamlega að hann gæti lifað í mörg ár enn, en við þessum sjúkdómi er víst ekkert að gera, nema hugsanlega gefa honum eitthvað róandi svo það kvelji aumingja köttinn ekki eins mikið og ella þegar hann hættir smátt og smátt að skilja veröldina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -