Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Kristján Þorvaldsson er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Kristján Þorvaldsson, fjölmiðlamaður, lést í gær á Lálandi í Danmörku.
Kristján starfaði lengi við fjölmiðla. Bæði í útvarpi og á prentmiðlum en hann var einn stofnenda Séð og Heyrt og var þar ritstjóri í áratug. Einnig ritstýrði hann meðal annars Mannlífi og Vikunni. Í nokkur ár var hann með útvarpsþáttinn Sunnudagskaffi á Rás 2.
Kristján var fæddur þann 4.maí árið 1962 og var því aðeins 61 árs þegar hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur Jónsson og Oddný Aðalbjörg Jónsdóttir, þau áttu þrjú önnur börn og var Kristján yngstur þeirra. Síðustu ár hefur hann búið í Danmörku og lætur eftir sig sambýliskonu, tvö börn, tvö stjúpbörn og sjö barnabörn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -