Ríkissaksóknari mun ekki áfrýja til Landsréttar sýknudómi yfir Kolbeini Sigþórssyni en RÚV greinir frá þessu. Landsliðsmaðurinn fyrrverandi var ákærður fyrir að hafa kynferðislega brotið á barnungri stúlku í sumarbústað í júní árið 2022 en var stúlkan vinkona dóttur Kolbeins. Kolbeinn var sagður hafa strokið kynfæri hennar ítrekað eftir að hafa dregið niður nærbuxur hennar. Var krafist að Kolbeinn yrði dæmdur til refsingar og greiddi stúlkunni þrjár milljónir króna. Kolbeinn neitaði sök í málinu í gegnum fjarfundarbúnað við réttarhöldin. Eftir að Kolbeinn var sýknaður í héraðsdómi sagði Elimar Hauksson, verjandi Kolbeins, að hann ætti ekki vona á að málinu yrði áfrýjað. Kolbeinn var á sínum tíma einn besti knattspyrnumaður Íslands en ásamt því að leika með stórliðunum Ajax, Nantes og AIK spilaði hann 64 landsleiki og skoraði í þeim 26 mörk.