Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Landlæknir rannsakar dánarorsök barns sem var með Covid-19: „Rannsókn embættisins er á frumstigi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landlæknir rannsakar nú dánarorsök ungs barns sem lést á Norðurlandi fyrir rúmri viku. Barnið var smitað af Covid-19.

„Þegar það koma upp óvænt dauðsföll líkt og þetta ber okkur að tilkynna það til landlæknis sem er nú með málið á sínu borði,“ segir Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, í samtali við fréttastofu RÚV.

Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Ölmu D. Möller landlæknis, staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu RÚV að embættinu hafi borist tilkynning um óvænt atvik á heilbrigðisstofnun sem varðar andlát barns.

„Við slíkar aðstæður fer fram réttarkrufning til að leiða í ljós dánarorsök, réttarkrufning er ætíð á forræði lögreglu. Rannsókn embættisins er á frumstigi og er ekki hægt að gefa frekari upplýsingar,“ segir í svari Kjartans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -