Þriðjudagur 3. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Landsmenn sólgnir í Parkódínið: „Þetta er búið að vera ansi bratt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lyfjastofnun veitti á dögunum tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga til að nálgast verkjalyfið Parkódín án lyfseðils. Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar í kringum málið harðlega í samtali við Vísi.

„Þetta er alveg vinsælt. En þetta er búið að vera ansi bratt fyrir okkar fólk,“ segir Þórbergur. Hann segir söluna á lyfinu hafa verið mikla eftir þessa tímabundnu heimild Lyfjastofnunar.

Þórbergur segir það afar sérstakt hvernig staðið hafi verið að málinu. Hann segir apótekin vera að reyna að leysa þetta eftir bestu getu. „Það þarf að gefa út neyðarlyfjaávísun fyrir hverja pakkningu og fólk þarf að vera með vottorð. Það eru ekki allir sem skilja það, eða vilja skilja það.“

Þessi tímabundna heimild er einungis fyrir Covid-sjúklinga; fólk sem getur með vottorði sýnt fram á Covid-sýkingu sem er ekki eldri en mánaðargömul.

Þórbergur bendir einnig á það í viðtalinu við Vísi að með þessu fyrirkomulagi hópist Covid-smitaðir einstaklingar inn í apótekin.

„Þegar allar heilbrigðisstofnanir eru að biðja Covid-smitaða um að koma ekki, þá tók Lyfjastofnun upp á því, upp á sitt einsdæmi, að vísa öllum til okkar,“ segir Þórbergur. Hann segir að Lyfjastofnun hafi tekið þessa ákvörðun án nokkurs samráðs við apótekin.

- Auglýsing -

Þórbergur segir að nú séu allar tíu tölfu pakkningar af Parkódíni löngu uppseldar í apótekum Lyfju.

Hægt verður að nálgast Parkódín í lausasölu, með ofangreindum skilyrðum, til 18. apríl næstkomandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -