Föstudagur 12. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Leyndarhjúpur um leiðsögukonuna sem sló skólastúlkuna: „Þetta kom okkur öllum í opna skjöldu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félag leiðsögumanna hefur ekki fengið upplýsingar frá lögreglunni varðandi leiðsögukonuna sem sló breska skólastúlku á Hótel Örk á dögunum.

Samkvæmt Snorra Steini Sigurðssyni, varaformanni Félags leiðsögumanna, heldur lögreglan öllum upplýsingum að sér um leiðsögukonuna sem sást á myndskeiði slá breska skólastúlku á Hótel Örk á dögunum. Aðspurður hvort konan sé meðlimur í Félagi leiðsögumanna svaraði Snorri Steinn: „Það eru bara upplýsingar sem við erum ekki komin með. Lögreglan hefur bara haldið nafnleynd yfir þessu, hafa ekki viljað gefa það upp. Þannig að við vitum það ekki, því miður.“

Þá segir Snorri Steinn að of margir leiðsögumenn séu utan félagsins. „Já, því miður eru þeir of margir. Því miður eru of margir sem eru ekki í félaginu og svo eru líka erlendir fararstjórar. Það eru því miður allt of margir sem eru ekki í félaginu, það er alveg á hreinu.“

Mannlíf spurði Snorra Stein hvort það verði einhverjar afleiðingar ef í ljós kæmi að hún væri meðlimur en það taldi Snorri Steinn vera raunin. „Já, ég myndi reikna með einhverju en ég get sagt hvað nákvæmlega það væri, það er bara ákvörðun sem stjórnin þarf að taka.“

En hefur Snorri Steinn heyrt af einhverju sambærilegu áður?

„Nei, þetta er í fyrsta skipti, þess vegna kom þetta svo mikið á óvart, þetta kom okkur öllum í opna skjöldu.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -