Fimmtudagur 25. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

MA og VMA verði sameinaðir: „Þá aukum við hagkvæmni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri munu sameinast ef allt gengur eftir.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tilkynnti á fundi í Hofi í dag að stæði til að sameina MA og VMA og eru skólameistarar skólanna jákvæðir fyrir þessari sameiningu. Þó að málið sé ekki frágengið þá eru þetta meðmæli stýrihóps sem var skipaður í apríl.

„Niðurstaða stýrihópsins er að með sameiningu þessara framhaldsskóla verði til mun öflugri stofnun til að mæta þeim áskorunum sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir á komandi árum og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í menntastefnu. Hafa þarf í huga að tillagan snýr að því að sameina ólíka skóla með ólíka menningu og því skiptir máli að starfsfólk skólanna skoði nánar hvernig gera megi það svo vel fari,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra á fundinum.

„MA og VMA hafa lengi verið merkisberar metnaðarfulls skólastarfs hvor á sinn hátt. Áherslur og námsframboð hafa verið í takt við samfélagið á hverjum tíma og skólastarfið skipt máli í uppbyggingu þess samfélags sem við búum í. Skólarnir eru stórir og eftirsóttir vinnustaðir þar sem áhersla hefur verið á fagmennsku kennara og velferð nemenda í síbreytilegum heimi. Við sameiningu skólanna verður til öflugt skólasamfélag þar sem fjölbreytt námsframboð mun veita fjölbreyttum nemendahópi tækifæri til menntunar. Hlutverk okkar er að byggja upp ungt fólk, undirbúa þau sem best undir frekara nám og til ákveðinna starfa en ekki síður til að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi,“ sagði Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, um málið.

„Með sameiningu þá aukum við hagkvæmni í skipulagi námsins og skólanna sem gerir okkur kleift að auka gæði og framboð bæði bók- og starfsnáms. Allt rímar þetta vel við menntastefnu stjórnvalda þar sem lögð er áhersla á að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem öll geta lært og öll skipta máli. Auk þess hefur það verið sérstakt forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að efla iðn- og starfsnám sem ég tel að hinn sameinaði skóli muni geta gert með sóma,“ hélt Ásmundur áfram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -