Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Mannlíf stefnir að áfrýjun Moggadóms: „Það er ýmislegt í dómunum sem vekur athygli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er ýmislegt í dómunum sem vekur athygli. Ég held það sé óhætt að fullyrða að dómarnir feli í sér töluverðar breytingar fyrir starfsumhverfi fjölmiðla, ekki bara Mannlífs heldur líka stefnanda sjálfs, Árvakurs, sem oft miðlar sjálfur birtu efni bæði án þess að afla sérstakrar heimildar og án þess að geta sérstaklega höfundar,“ segir Gunnari Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis Traustasonar og Sólartúns.

Dómur féll í gær í máli Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins og mbl.is annarsvegar og Atla Viðars Þorsteinssonar, hins vegar gegn ritstjóra Mannlífs og útgáfufélagi fjölmiðilsins. Dæmt var stefnendum í vil og var ritstjóranum og Sólartúni gert að greiða Árvakri bætur upp á 50 þúsund krónur og Atla 300 þúsund krónur, auk málskostnaðar Árvakurs.

„Mér sýnist að heimildir fjölmiðla til að miðla þegar birtu efni séu þrengri í dag en þær voru í gær og að okkar mati þrengri en löggjafinn vildi gera fjölmiðlum kleift með sérstökum undanþáguákvæðum frá höfundarrétti, sem kveðið er á um í höfundarlögum“.

Stefndi mun sækjast eftir því að dómi undirréttar verði áfrýjað til Landsréttar.

„Önnur atriði vekja einnig athygli. Það liggur fyrir að Árvakur hafði áður kvartað undan tilvitnunum í minningargreinar og m.a. kvartað til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands vegna þess, sem hafnaði þeirri kvörtun. Þá var gerð var krafa um 1,5 milljónir í bætur vegna brota á höfundarrétti. Frá þeirri kröfu var aldrei hvikað fyrir eða eftir höfðun málsins. Niðurstaðan er hins vegar 50.000 kr. í bætur eða 3% af kröfufjárhæðinni. Menn hljóta að spyrja sig, ef upphaflega krafan hefði verið 50.000 kr. eða nærri því, hver hefðu verið viðbrögð Mannlífs við henni, en í öllu falli er ljóst að fullt tilefni var fyrir Mannlíf að taka til varna gegn þessari óhóflegu kröfu, en meira spurningamerki hvers vegna Árvakri var dæmdur málskostnaður í ljósi þessara atvika,“ segir Gunnar Ingi.

Fyrirvari: mannlif.is er í eigu Sólartúns og því aðili að þessu máli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -