Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

María Lilja kærir mbl til siðanefndar vegna fréttar: „Til þess fallin að kynda undir kynþáttahatur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur lagt fram kæru á mbl.is til siðanefndar blaðamanna. Málið varðar frétt sem birtist á miðlinum undir yfirskriftinni: „Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu“. María Lilja telur að fréttin, fyrirsögnin og myndavalið sé ekki sett fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu, og útskýrir ítarlega í færslu sem hún birti á Facebook.

„Blaðamaður gengur þar mjög langt í fullyrðingum um kærða sem sagður er „palestínskur mótmælandi“. Þá er birt með fréttinni alls óviðkomandi mynd af hópi manna á mótmælum sem haldin voru snemma í október. Í greininni er jafnframt fullyrt að fleiri hafi viðhaft svipaða orðræðu á samfélagsmiðlinum og tjaldbúðirnar (palestínsku) á Austurvelli þarna nefndar í sömu andrá. Ekki verður því skilið öðruvísi en svo að hér séu saklausum mönnum gerðar upp alvarlegar sakir án nokkurra sannanna. Með þessu þykir undirritaðri máluð upp afar ljót mynd af Palestínumönnum á Íslandi, fólki í afskaplega viðkvæmri stöðu vegna ofsókna og átaka í heimalandi sínu.“

Kyndir undir kynþáttahatur

Rökstuðningur fyrir kærunni fylgir færslunni og fer María Lilja vandlega ofan í saumanna:
„Tel ég þetta brot á annarri, sjöttu og sjöundu grein siðareglna og rökstyð svo:
Framsetning fréttarinnar af manni sem kærir annan mann fyrir hatursorðræðu á Facebook er ekki sett fram af heiðarleika og ásakanir á hendur stórum hópi fólks, nú þegar í viðkvæmri stöðu, hvergi rökstuddar. Ætla mætti að þau vinnubrögð sem blaðamaður viðhefur séu einungis til þess fallin að kynda undir (kynþátta)hatur og óvild í garð ákveðins hóps fólks sbr. myndaval og texta. Með framsetningunni mætti ætla að sá hópur sem birtist á meðfylgjandi mynd liggi sérstaklega undir grun. Myndin á ekkert skylt við efni umfjöllunarinnar og gæti því jafnvel verið um að ræða brot á persónuvernd einstaklinganna á myndinni.“

Að ofangreindu vill María Lilja ráða að frétt mbl.is, fyrirsögnin og myndavalið sé ekki sett fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu.

Villandi myndaval

- Auglýsing -

„Ég vil jafnframt undirstrika að myndaval fréttarinnar hefur ekkert með tjaldbúðirnar að gera né kæruna sem slíka. Myndin er fengin af mótmælum frá því í október. Skiltin sem mennirnir halda á fengu þeir að láni til uppstillingar fyrir ljósmyndara. Þetta veit ég þar sem ég lánaði skiltin persónulega og skipulagði þar að auki mótmælin.“

Enginn skráður blaðamaður

María Lilja greinir frá því að mbl.is hafi ekki brugðist við óskum um breytingum eða endurunnið í samræmi við siðareglur sem vísað hafi verið til og bætir við: „Athygli vekur að enginn blaðamaður er skráður sérstaklega fyrir grein þessari líkt og tíðkast á vefmiðlinum. Því beinist kæra þessi gegn fréttastjóra mbl og útgáfufélagi.“

- Auglýsing -

Hér má sjá færslu Maríu Lilju Ingveldar-Þrastardóttur Kemp í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -