Föstudagur 12. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Mygla á hjúkrunarheimili eykur álag á heilbrigðiskerfið: „Þetta gerist bara einfaldlega of hægt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Teitur Guðmundsson, forstjóra Heilsuverndar, er orðinn langþreyttur á töfum sem hafa orðið á framkvæmdum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri.

„Okkur þykja tafirnar vera óásættanlegar, sérstaklega vegna þess að þjónustan skerðist á sama tíma og ekki er gengið fram með að lagfæra það sem þarf að lagfæra. Og þetta er allt saman eitthvað sem hefur legið fyrir mjög lengi,“ sagðir Teitur í samtali við RÚV en ástæða framkvæmdanna er mygla sem uppgötvaðist á síðasta ári.

Síðan þá hefur starfsemi hjúkunarheimilisins verið skert og félagið tapað tekjum. „Við höfum auðvitað fært rök fyrir því líka að það sé afar einkennilegt að menn líti þannig á að vandamálið sem skapast eigi að vera á okkar borði, við getum auðvitað ekki borið ábyrgð á því sem aðrir hafa gert eða ekki gert,“ sagði Teitur.

Teitur segir ennþá sé verið að bíða eftir framkvæmdaáætlun.

„Ég hef átt í mjög góðum samskiptum við bæði ríki, sveitarfélag og sjúkratryggingar og ráðuneyti og það er alveg skilningur á málunum en þetta gerist bara einfaldlega of hægt og fyrir það líða fyrst og fremst aldraðir og þjónusta fyrir aldraða á Akureyri.“

 „En það dugar bara ekki til til þess að í raun ná utan um vandann þannig að sjúklingar teppa deildir á spítalanum, komast ekki út af sjúkrahúsinu á Akureyri og við getum ekki tekið inn eins og ætti að vera hægt. Og allt þetta skapar auðvitað álag á bara kerfið í heild sinni,“ sagði Teitur og ljóst sé að þetta ástand skapi meira álag á heilbrigðiskerfið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -