Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

MYNDIR – Hinir margstungnu frá Bankastræti Club losna af spítala: „Bræður að eilífu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hollustan skiptir öllu máli,“ segja vinirnir Lúkas Geir og John Sebastian sem voru margstungnir í alvarlegri hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club fyrir helgi. Þeir birtu í dag af sér myndir á samfélagsmiðlum þar sem þeir voru greinilega útskrifaðir af sjúkrahúsi eftir árásina. Undir eina myndina rita þeir:

„Bræður að eilífu.“

Lúkas og John í lyftunni á spítalanum, á heimleið eftir sjúkraleguna.

Sjá einnig: Margstunginn á Bankastræti Club og sendir kveðju frá sjúkrabeði: „Nokkrar stungur, ekkert stress!“

„Þegar ég stend upp þá sé ég bara að það er einhver bútur út úr bakinu mínu – bara hangandi út og þá fattaði ég að ég hefði verið stunginn,“ sagði Lúkas á meðan þeir félagarnir lágu enn inni á sjúkrahúsi með áverka eftir hnífaárásina. Vinur þeirra, ungur drengur sem kallar sig Luffro, var líka stunginn. Þrátt fyrir að 27 árásarmenn hafi ráðist að honum með hnífum virðist hann hvergi banginn í kveðju sem hann sendir frá sjúkrabeðinu og birti á samfélagsmiðlum:

„27 að ráðast á 3 og við erum enn labbandi. Nokkrar stungur, ekkert stress.“

Sá orðrómur gengur nú fjöllunum hærra að almenningur ætti að halda sig heima um næstu helgi og forðast djamm í miðbænum. Téður orðrómur snýst um það að um helgina megi búast við hefnaraðgerðum vegna hnífaárásarinnar á Bankastræti Club. Í skilaboðum sem sem dreifast nú þvers og kruss um internetið eru þrír staðir orðaðir við árás: Auto, Bankastræti Club og Lúx.

Luffro blæs hins vegar á þessar sögusagnir í skeyti á samfélagsmiðlum:

Luffro segir sögusagnir um hópárás í miðborginni um helgina vera ósannar.

Sjá einnig: Jón var ásamt hnífahernum á Bankastræti Club – Fjölskyldumeðlimir hafa flúið land vegna árása

- Auglýsing -

Dyravörðurinn Jón Pétur Vágseið er einn þeirra sem fór ásamt  fylkingu 27 hettuklæddra hnífamanna inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club aðfararnótt föstudagsins síðastliðinn. Þrír menn slösuðust alvarlega í hnífaárásinni eftir að hafa verið margstungnir. Engar heimildir eru fyrir því að Jón hafi beitt vopni í átökunum. Hann var samkvæmt heimildum Mannlífs, ekki inni í því herbergi þar sem árásirnar áttu sér stað.

Eftir því sem Mannlíf kemst næst er Jón Pétur um þrítugt og rekur fyrirtæki sem býður dyravörslu á skemmtistöðum, á viðburðum og hátíðum se, og í einkasamkvæmum. Hann er nokkuð eldri en flestir hnífamannanna sem með honum voru í för þetta kvöld. Engar heimildir eru þó fyrir því að Jón hafi beitt vopni þetta kvöld.

21 hefur verið handtekinn í tengslum við málið, tólf sitja í gæsluvarðhaldi en lögregla á enn eftir að taka ákvörðum um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þremur. Hinum hefur verið sleppt úr haldi og fimm til sex manna er enn leitað vegna árásarinnar. Þá hafa fjöl­skyldu­með­limir hinna grunuðu árásarmannanna sætt stöðugum hótunum og á­rásum síðan og ein­hverjir hafa flúið út á land vegna á­standsins.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Birgitta Líf opnar sig um hnífaárásina í nótt: „Þökkum Guði að ekki fór verr“

„Svo bara kemur hópur af grímuklæddum mönnum bara rushar á okkur. Við héldum að þetta væru svona fimmtán þangað til lögreglan bara sagði við okkur: Svo kemur í ljós að þeir voru 27. Ég held þeir séu bara jealous því við erum með mikla athygli á okkur,“ segir Lúkas og bætir við:

„Ég get sagt þér það að þessir drengir eru búnir að vera með stríð við okkur í svolítið góðan tíma. Því þeir vilja vera mennirnir. Þeir þurfa að vera 27 saman til að ná okkur þremur. Þetta eru bara skíthælar. Við vorum bara á latino-kvöldi.“

Hinir særðu þremenningar eru góðvinir Gabríel Douane Boama, sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu. Afplánar Gabríel nú dóminn í fangelsinu á Hólmsheiði en var hann fyrr á árinu dæmdur í átján mánaða fangelsi. Dómurinn var vegna endurtekna líkamsárása, þjófnaðar, fíkniefnalagabrots og brot gegn valdstjórninni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -