Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Grindavíkurvegur er farinn í sundur – Öflug skjálftahrina hófst klukkan 15 – Hætta á eldgosi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grindavíkurvegurinn er farinn í sundur eftir öfluga jarðskjálfta undanfarnar klukkustundir. Lögreglan gaf úr tilkynningu rétt í þessu. „Grindavíkurvegurinn er lokaður þar sem hann er farinn í sundur vegna skjálftanna sem nú ganga yfir, en stór sprunga myndaðist í veginn rétt í þessu. sem hófst við Sundhnjúkagíga rétt fyrir 17 í dag gætu leytt til eldgoss,“ segir í tilkynningunni.

Rétt fyrir klukkan 17 í dag urðu tveir öflugir jarðskjálftar nærri Sundhnjúkagígum, en sá stærri var 5,1 á stærð. Eru þeir hinir öflugust síðan áköf skjáltahrina hófst á svæðinu um klukkan 15.

Samkvæmt frétt RÚV hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum nú lýst yfir hættustigi Almannavarna, í kjölfar hinnar áköfu skjálftahrinu. Talið er að skjálftarnir gætu orðið stærri en þeir sem áður hafa átt sér stað og gæti atburðarásin leitt til eldgoss. Engin merki eru þó enn um að kvikan sé að leita á yfirborðið. Eru íbúar Grindavíkur hvattir til að fylgjast með upplýsingagjöf á almannavarnir.is, vedur.is og í fjölmiðlum.

En hvað þýðir hættustig Almannavarna? Það þýðir að hætta fer vaxandi og gripið er til ráðstafana svo tryggja megi best öryggi þeirra sem búa eða eru á svæðinu. Er slíkt gert með eflingu viðbúnaðar á viðkomandi svæði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -