Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ólína segir harðlínuvæng SA vilja verkfall: „Auðveldar þeim að setja þrýsting á stjórnvöld“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor deildarforseti við Háskólann á Bifröst, spáir því á Facebook að Samtök atvinnulífsins hafi aldrei ætlað sér að semja við Eflingu. Hún telur líklegt að SA vilji frekar brjóta Eflingu á bak aftur en að semja og forðast verkfall.

Ólína skrifar: „Eftir að hafa hlustað á Halldór Benjamín í kvöld, ofan í lestur á leiðara Morgunblaðsins í morgun, þá liggur taktíkin nokkuð ljós fyrir: SA ætlar ekki að semja. Þeir sjá sér ekki hag í því.“

Hún telur markmiðið að þrýsta á stjórnvöld. „Harðlínuvængur SA ætlar sennilega að herða hnútana og hafa verkföll í gangi. Það auðveldar þeim að setja þrýsting á stjórnvöld um að grípa inn í deiluna með lagasetningu. Þar með væru stjórnvöld búin að setja fordæmi sem vitna mætti til í vinnudeilum framtíðar. Þetta virðist SA álíta meira virði – að brjóta Eflingu á bak aftur – heldur en að semja við félagið um mannsæmandi laun sem duga fyrir framfærslu. Mín spá – ég vona samt að hún rætist ekki,“ skrifar Ólína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -