Fimmtudagur 18. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Páll Steingrímsson opnar sig um símamálið: „Þá segir hún „ég vil bara fá að deyja“,“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Steingrímsson opnar sig í tilfinningaþrungnu viðtali í hlaðvarpsþættinum Á spjalli með Frosta Logasyni.

Viðtalið birtist klukkan níu í fyrramálið á brotkast.is en þar ræðir Frosti Logason við skipstjórann Pál Steingrímsson og lögmann hans, Evu Hauksdóttur um „símamálið“ svokallað en er þetta í fyrsta skipti sem Páll ræðir þetta opinberlega, á svo opinn hátt. Páll hefur þó áður sagt frá því að manneskja nátengd honum hafi eitrað fyrir honum og í kjölfarið stolið síma hans og komið honum til starfsmanna RÚV.

Sjá einnig: Páll skipstjóri: „Fyrir ári síðan greip aðili nákominn mér, til örþrifaráðs til að þóknast öðrum“

Í myndbroti úr viðtalinu sem Mannlíf birtir hér, segir Páll frá því er fyrrverandi eiginkona hans játar fyrir honum sekt í málinu.

„Þá fer hún að segja mér það að hún hafi farið upp í Efstaleiti og beðið þá að hætta að skrifa upp úr símanum,“ segir Páll í klippunni og heldur áfram: „Og ég segi „þeir eru ekkert að fara að gera það, þeir eru búnir að nota þig og þeir eru búnir að henda þér, það er bara þannig“. En hún vill ekki segja mér hver vísaði henni út úr húsi.“ Þarna átti Páll við Efstaleiti. „Talar bara um „hana“ sem hafi vísað henni út.“

Því næst segir Páll frá því er hann kemur að eiginkonu sinni á túni við kirkju og segir honum að hún vilji bara fara. Frásögnin er augljóslega erfið fyrir Pál og beygir hann af í henni miðri. „Þegar ég er að fara niður í bæ þá sé ég bílinn hennar við kirkjuna. Og þegar ég kem til baka er hann þar enn þremur tímum seinna. Ég sný við til að tékka á henni. Þá finn ég hana á túninu sunnan við kirkjugarðinn. Bara í mjög slæmu ásigkomulagi. Og þá tek ég hana í fangið og svona reyni að hugga hana. Og þá spyr hún mig „geturðu fyrirgefið mér?“, og ég segi bara „já, löngu búinn að því“.“ Á þessu augnabliki í frásögninni beygir Páll af enda um gríðarlega erfiðan hlut að ræða. Þegar hann hefur jafnað sig, heldur hann áfram. „Þá segir hún „ég vil bara fá að deyja“. Og ég tala hana ofan af því. En svo segir hún „en ég vil ekki deyja nema þú vitir sannleikann“. Og þá segir hún mér söguna. Hún segir mér hver tók við símanum og þá hugsa ég að þá sé sá hluti leystur, en ég hafði þó alltaf ákveðna hugmynd um að það væri þessi aðili.“

- Auglýsing -

Frosti: „En þú vilt ekki segja hvað aðili það er?“

Páll: „Nei.“

Frosti: „En það er einhver starfsmaður RÚV?“

- Auglýsing -

Páll: „Já.“ Og hann hélt áfram: „Ég hef verið mjög ákveðinn þegar kemur að rannsókninni. Ég get til dæmis nefnt sem dæmi að þegar ég mætti á lögreglustöðina í skýrslutöku þá rak ég fyrstu tvo rannsóknarlögreglumennina út. Annar er æskuvinur minn frá Raufarhöfn og ég sagði bara við hann „Þú kemur ekki nálægt þessari rannsókn“ og þá kom annar. Ég bað hann líka að fara því hann tengdist öðrum brotaþola í málinu. Ég var þá spurður hvað ég vildi og ég sagði „Ég vil bara fá manneskju hingað inn sem hefur engin tengsl við mig og ekki tengsl við Samherja, punktur. Ég vil bara fá rannsókn þar sem ég get treyst því hún sé ekki lituð af tenginu við fyrirtækið eða mig.“ Og ég geymdi þetta nafn alveg þar til í desember,“ sagði Páll brosandi og leit á Evu lögmann. „Þá vorum við Eva að ræða saman og hún var að segja eitthvað og ég sagði „Nei, þetta er rangt hjá þér“ og þá sagði ég henni þetta og hún sagði „Páll, þetta er ekki í lögregluskýrslu.“ Ég sagði: „Nei, það er lögreglurannsókn í gangi og ég ætla ekkert að fara að benda á einhvern, mér finnst það ekki vera mitt hlutverk í lögreglurannsókn. Lögreglan bara rannsakar mál, punktur“.“

Frosti: „Og þú hefur ekki nefnt þetta nafn í lögregluyfirheyrslum?“

Páll: „Jú, jú, Eva fór fram á að ég myndi gera það. Svo kom það í ljós seinna meir að að aðrir fjölskyldumeðlimir vissu þetta.“

Frosti: „Sem þeir höfðu þá heyrt það frá fyrrverandi eiginkonu þinni?“

Páll: „Já. Og báðar dætur mínar bera fyrir sig 110 grein sml. Þær munu ekki bera vitni. Það kemur bara ekki til greina.“ Þarna beygir Páll aftur af og segir: „Þá bara tapa ég málinu, mér er sama. Þú setur ekki börn í þessar aðstæður.“

Eins og áður segir mun viðtalið birtast í heild sinni klukkan níu í fyrramálið á brotkast.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -