Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Einnota rafrettur bannaðar á Íslandi: „Þetta er algjör kúvending“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá og með fyrsta febrúar geta innflutningsaðilar hvorki flutt inn einnota rafrettur, né fjölnota rafrettur sem eru með stærri en tveggja millilítra tankastærð og verða verslanir að klára byrgðir sínar fyrir 31. maí næstkomandi.

Samkvæmt heimildum Mannlífs skellur á bann um næstu mánaðarmót á innflutningi á bæði einnota og fjölnota rafrettum sem ná yfir tveggja millilítra tankastærð en verslanir þurfa að klára birgðir sínar fyrir 31. maí. Húsnæðis og mannvistastofnun tilkynnti rafrettubúðum þessa ákvörðun í nóvember eða desember síðastliðnum en ástæðan ku vera sú að vörurnar standist ekki kröfur Evrópusambandsins.

Mannlíf talaði við sölustjóra rafretta, sem ekki vildi koma fram undir nafni og spurði hann út í málið. „Það sem er í rauninni að taka gildi er það að allar græjur, hvort sem þær eru einnota eða fjölnota sem eru með yfir tveggja millilítra tankastærð er að fara að verða bannaðar. Sem þýðir í rauninni það að allar einnota veipur sem við erum með í boði núna, verða ólöglegar 31. maí og við höfum bara frest þangað til, til að selja allan lagerinn. Frá fyrsta febrúar megum við ekki flytja þetta inn.“

En hvað þýðir þetta fyrir venjulega notendur rafretta?

„Þetta er algjör kúvending. Þetta bitnar illa á okkur innflytjendur en enn meira á notendunum því þeir eru ekki að fara að geta keypt sömu vörurnar og þeir hafa verið að kaupa seinustu árin.“

En hvað verður þá í boði?

- Auglýsing -

„Það stærsta sem við erum með í boði núna er 7.500 pöffa í einnota dótinu en vinsælasta dótið sem við erum með eru 3.500 og 4.000 pöffa. En það stærsta sem verður í boði núna eru ekki nema 600 til 800 pöffa græjur. Þetta þýðir að sumir þurfi að fara í gegnum tvær slíkar græjur á dag, til að komast í gegnum daginn.“

Eru ekki allir í áfalli yfir þessu?

„Sko, það veit nefnilega enginn af þessu, það er málið. Það virðist ekki hafa verið nein umfjöllun um þetta. En allir þeir kúnnar sem við segjum frá þessu koma alveg af fjöllum, vita ekkert af þessu.“

- Auglýsing -

Hvernig kemur þetta sér fyrir þær verslanir sem selja rafrettur?

„Við erum að fara að missa út meira en helminginn af vörunum okkar.“

Telurðu að einhverjar verslanir muni þurfa að loka?

„Þetta gæti alveg bitnað illa á einhverjum sko.“

Ekki náðist í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -