Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Rífur nýjasta útspil Svandísar í sundur: „Grátur og nöldur SFS vegna þessa frumvarps er leikrit“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Atli Þór Fanndal segir viðbrögð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi vegna frumvarps matvælaráðherra, vera leikrit. Kallar hann þetta „stéttapólitík hinna ríku“.

Segja má að Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International hafi ekki flutt eldræðu, heldur eldfærslu á Facebook í gær þar sem hann rífur í sig Svandísi Svavarsdóttur og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Tilefnið er nýtt frumvarp matvælaráðherra, sem heldur utan um sjávarútvegsmál, þar sem kveðið er á um að sjávarútvegurinn greiði um 800 milljónir meira í veiðigjöld en áður. Segir Atli Þór að um leikrit sé að ræða, ætlað til að slá ryki í augu almennings.

„Stjórnmálamenn hafa áratugum saman vitað að koma verður í veg fyrir of mikla samþjöppun í sjávarútveg og taka af þeim umframrentu vegna þess að það er hættulegt að fámennur hópur 100 manna verði svo ríkir að þeir eignist ekki bara allan sjávarútveg heldur alla viðskiptakeðjuna, ótengdan rekstur, stjórnmálin og flytji svo slíkan ósóma út í formi spillingar í Namibíu og til dæmis Congo.“ skrifar Atli Þór í upphafi pistilsins og heldur áfram. „Veiðigjöld eru skattheimta til varnar lýðræðinu og þetta vita stjórnmálin alveg. Það er pólitísk ákvörðun að fórna spítölum, hafa húsnæðismarkað í krísu, fjölmiðla í krísu, eyðileggja barnabótakerfið, halda öryrkjum í fátæktagildrum og geta ekki fjármagnað einfalda innviði svo samherjum megi úthluta almannagæðum til að stinga í eigin vasa.“

Segir Atli Þór að stjórnmáli hafi gert þetta viljandi, vitandi hverjar afleiðingar yrðu. Segir hann að viðbrögð SFS sé leikrit. „Það er ótrúlega sorglegt að sjávarútvegsráðherra þykjist ætla að búa til enn eina sáttina til þess eins að auka völd þess manna. Grátur og nöldur SFS vegna þessa frumvarps er leikrit. Það er ekkert í því sem kallar eftir ósætti útgerðarinnar. Veiðigjöld hækka um 800 milljónir ef frumvarpið fer í gegn í núverandi mynd. Rentan var metin 51 milljarður 2020. Veiðigjöld ná ekki fyrir rekstri samfélagsins á innviðum vegna sjávarútvegs. Þetta er stéttapólitík hinna ríku en ekki getuleysi til að skilja hvaða afleiðingar þetta hefur.“

Segir hann ennfremur að útgerðin hafi „leiki sama leik gagnvart Íslendingum og tókbaksframleiðendur og olíufyrirtæki gerðu gagnvart heiminum áratugum saman.“ Og hann heldur áfram. „Gríðarlegum peningum og orku hefur verið eytt í að þvæla málum, þykjast leita sátta, birta vilhallar rannsóknir og láta eins og málið sé miklu flóknara en þegar er vitað. Þau vita alveg skaðsemi gjörða sinna og hafa gert það áratugum saman. Þetta er skipulögð áróðursherferð gegn almenningi, gegn þekkingu. Markmiðið er og hefur alltaf verið að kenna fólki að efast um eigin getu til að skilja nokkurn hlut.“ Þá hæðist Atli Þór að orðalagi frumvarpsins en þar er talað um að kenna almenningin „haflæsi“. „Það heldur áfram í frumvarpi Svandísar þar sem áhersla er lögð á að kenna almenningi ‘haflæsi’ eins og vandinn sé enn einu sinni aðalmenningur skilji ekki neitt. Bjarni Ben vill líka sífellt kenna okkur fjármálalæsi og nú kannski ‘utanríkislæsi’. Þetta er bull og ekki bara það heldur aróður gegn okkur fjármagnaður af okkur.“

Í lokaorðum sínum hvetur Atli Þór Íslendinga til að standa saman gegn spillingu. „Stöndum saman gegn spillingu! Rentuna alla til samfélagsins! Útgerðarmenn verða ekkert illa staddir með hagnaðinn einan. Hagnað sem þeir sannarlega þurfa að vinna fyrir.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -