Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Segir enga opinbera samvisku hér: „Aumingja við að þurfa að láta drepa svona mikið í okkar nafni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson segir að á Íslandi finnist ekki „sjálfstæð opinber samviska“ í Facebook-færslu varðandi þjóðarmorðið sem framið er á Gaza um þessar mundir.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson hefur verið ötull í að skrifa um hið hrottalega ástand sem blasir við á Gaza þessa dagana en að minnsta kosti 20.057 Palestínumenn hafa verið drepnir frá 7. október, þar af að minnsta kosti 8.000 börn. Þá eru að minnsta kosti 6.700 manns týndir undir rústum bygginga sem hafa verið sprengd í tætlur. Í gær skrifaði Kristinn færslu þegar beðið var eftir niðurstöðu kosninga hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem hafði verið frestað ítrekað en kosið var um samþykkt um mannúðaraðstoð til handa Palestínumönnum. Náði samþykktin fram að ganga eftir miklar breytingar á orðalaginu.

„Allur heimurinn liggur nú á Bandaríkjamönnum að fallast á samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í eyðingarstríði Ísraels gegn Palestínsku þjóðinni,“ skrifaði Kristinn áður en niðurstöðurnar voru ljósar. Og hélt áfram. „Ísraelar einir þjóða leggja að Bandaríkjamönnum að beita neitunarvaldi – enn og aftur.“

Því næst gerir Kristinn grín að Joe Biden Bandaríkjaforseta vegna tregðu hans til að samþykkja stöðvun þjóðarmorðsins.

„Biden forseti er lengi að hugsa og á meðan hann finnur réttu orðin til að setja í tillöguna um að stöðva þjóðarmorðið („fordæmum Hamas“, „Ísrael hefur rétt til sjálfsvarnar“) heldur Ísrael áfram að fremja stríðsglæpina sína, í gær í beinni útsendingu á Al-Jazeera þar sem hetjulegi herinn hans sprengdi upp íbúðarblokk og mosku við hliðina á einu af fáum starfshæfum sjúkrahúsum syðst á Gaza, í Rafah (sem Gazabúum hafði verið skipað að hópast til, enda „öruggt“ svæði)

Nei bíðum aðeins með þetta, segir Biden við allan heiminn, því Biden þarf að heyra í Bíbí og hafa hann með í ráðum. Skottið dillar hundinum – framan í allan heiminn.“

Þá snýr ritstjórinn sér að Íslandi og þykir ekki mikil til koma hvað varðar sjálfstæða samvisku og skýtur fast á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins.

- Auglýsing -

„Á Íslandi er ekki til sjálfstæð opinber samviska, heldur fjarstýrt hagsmunatengt tilfinningaviðbragð. Meira að segja RÚV er að bíða eftir því að verða sagt hvað því á að finnast um þjóðarmorð og hvort það sé ekki alveg örugglega í lagi að syngja glaðlega með barnadrápsvélinni á Eurovision. „Við erum ekki í póilitík“, segir Útvarpsstjóri og hrisstir blóðslettur barnanna af glimmergallanum.“

Kristinn lýsir einnig forkeppni Ísrael í Eurovision söngvakeppninni.

„Kollegi hans í Ísrael er sannarlega í pólitík, hins vegar og kynnir forkeppni Eurovision þar í landi sem upphafningu á hetjuverkum Ísraelshers. Allir keppendur koma fram í herbúningum og dómararnir líka. Útsendingu á fyrsta þætti forkeppninnar var frestað vegna sorgar yfir því að Ísraelsher slátraði þremur af eigin hermönnum þó svo þeir kæmu fram berir að ofan, veifandi hvítum friðarfána, hrópandi á hebresku. Blóðflóðið frá tíu þúsund börnum átti ekki að stöðva forkeppni Eurovision í Ísrael, þvert á móti átti að nota blóðið í glansatriðin.“

- Auglýsing -

Þá segir Kristinn að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur neita að ræða ástandið á Gaza.

„Katrín Jakobsdóttir er löngu búin að gleyma því að hún var einu sinni í pólitík og sagði síðast þegar hundruð börnum var slátrað á Gaza, fyrir nokkrum árum að heimsbyggðin gæti ekki setið aðgerðarlaus hjá, situr nú aðgerðarlaus hjá og bíður, bíður eins og Bjarni Ben bíður, bíður eftir Biden sem bíður eftir leyfi frá Bíbí sem langar ekkert að hætta að drepa börn því hann veit að ef hann hættir því er hann búinn að vera í pólitík heima hjá sér.

Allur heimurinn nema Benjamín Netanyahu segir stopp en hann hefur engin haldbær rök lengur nema tilvitnun í að Guð hafi gefið honum leyfi til að drepa börn. Fullt af þeim.“

Lokaorð Kristinn eru köld og sterk, enda kemur þau við kauninn á óopinberu samviskuna sem við Íslendingar þó höfum, flest að minnsta kosti.

„Við kyngjum blóðflauminum með jólasteikinni og látum ekkert trufla gleðina, síst af öllu sönggleðina og fótboltagleðina. Ekki tíu þúsund dáin börn, né heldur hin sem tóra, móðurlaus, föðurlaus, útlimalaus, svöng, grátandi, hrædd.

Aumingja við að þurfa að láta drepa svona mikið í okkar nafni. Í nafni guðföðurs Hvíta hússins og heilags anda hergagnaiðnaðarins. Heimsins böl, helg er sú kvöl.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -