Föstudagur 6. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Segir ríkisstjórnarsamstarfið ráðast 1. september:„Hvalur undirbýr margra milljarða skaðabótakröfu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vilhjálmur Birgisson segir nánast útilokað að ríkisstjórnarsamstarfið haldi, heimili matvælaráðherra ekki hvalveriðar þann 1. september næstkomandi.

Verkalýðsforkálfurinn Vilhjálmur Birgisson skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með að Hvalur hf. hafi boðið starfsmönnum sínum vinnu í sumar en bætir við að það geri fyrirtækið til að tryggja mannskap þegar hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur rennur út þann 1. september.

Í færslunni kallar Vilhjálmur ákvörðun Svandísar „ógeðfelld stjórnsýsluvinnubrögð“ og segir fróðlegt að sjá hvort hún muni heimilia veiðarnar aftur í byrjun september eður ei. „Mitt mat er að ef veiðarnar verði ekki heimilaðar þá hljóti þetta ríkisstjórnarsamstarf að springa, annað er nánast útilokað,“ sagði Vilhjálmur að lokum.

Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan:

„Ég verð að lýsa yfir ánægju með að Hvalur hafi boðið starfsmönnum vinnu í sumar en að sjálfsögðu er Hvalur að tryggja að fyrirtækið hafi mannskap þegar svokallaða „tímabundna“ hvalveiðibann rennur út sem er 1. september.

Enda blasir við að Hvalur mun fara á veiðar 1. september og reyna að lágmarka það gríðarlega fjárhagstjón sem matvælaráðherra hefur valdið starfsmönnum og fyrirtækinu.
Rétt er að geta þess að sú vinna sem er í boði hjá Hval er einungis dagvinna ef ég skil þetta rétt og nema þær launatekjur einungis brot af þeim tekjum ef þetta ólöglega tímabundna hvalveiðibann hefði ekki komið til.
Það verður fróðlegt að sjá hvort matvælaráðherra ætli að halda áfram að ástunda ógeðfelld stjórnsýsluvinnubrögð og heimila ekki veiðarnar 1. september eins og ráðherrann hefur nú þegar gefið í skyn að hún ætli sér að gera.
Það er alveg ljóst að Hvalur er að undirbúa margra milljarða skaðabótakröfu á hendur ríkinu. Það er bara spurning hversu há hún verður, en það mun væntanlega ráðast á því hvort veiðarnar verða heimilaðar 1. september eða ekki.
Það verður hins vegar fróðlegt að sjá viðbrögð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ef matvælaráðherra heimilar ekki veiðar frá og með 1. september.
Mitt mat er að ef veiðarnar verði ekki heimilaðar þá hljóti þetta ríkisstjórnarsamstarf að springa, annað er nánast útilokað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -