Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Sigurður segir hlutina eins og þeir eru – „Ógeðslegt hvernig er farið með ykkur heima á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Þorleifsson, fyrrum verkalýðsforingi, vill meina að það kosti 432 prósentum meira fyrir sig að tryggja 2018 árgerð af Renault bifreið á Íslandi heldur en erlendis. Á Englandi gæti hann að eigin sögn tryggt 4,3 slíkar bifreiðar fyrir sama verð og eina hér á landi.

Sigurður fer yfir tryggingamál sín og verðkönnun erlendis inn í fjölmennu Facebook-samfélagi, Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Þar segist hann hafa kannað verð fyrir bílinn sinn í Svíþjóð og Englandi til að bera saman við tilboð sem hann fékk hjá íslensku tryggingafélagi.

„Það kostar 150.000. krónur á ári að tryggja hann hér á landi. Undirvagn er ekki tryggður í kaskó á Íslandi. Í Svíþjóð kostar sami bíll í tryggingu al-kaskó, þá er undirvagn tryggður, 2.585 krónur sænskar sem er 40.067 íslenskar. Á Englandi kostar sami bíll í tryggingu, sem er Alkaskó líka og undirvagn er tryggður, 197 pund sem er 34.672 krónur, segir Sigurður.

Að mati foringjans fyrrverandi ætti verkalýðshreyfningin að skoða verð trygginga hér á landi fyrir sína umbjóðendur. Hann bendir á að víða á norðurlöndunum bjóði alþýðusambönd út allar tryggingar fyrir félagsmenn. „Okkur myndi muna um svoleiðis gjörning hér á landi. Eldri borgarar á Íslandi ættu að skoða þetta, hvað ætli við eldri borgarar eigum marga bíla. Það væri góður pakki til að bjóða út.“

Fjölmargir blanda sér í umræðuna. Einhverjir þeirra afsaka verð íslensku tryggingafélaganna og benda á mikilvægt sé að bara saman alla skilmála. En flestum blöskrar okrið hérlendis og hefur Kristján nokkur reynslu af tryggingamálum erlendis. „63.000 íslenskar hér á Kanarí fyrsta árið og færð einhvern afslátt ef þú er tjónlaus eftir fyrsta árið,“ segir Kristján.

Valur hefur misst trúna á íslensku félögunum. „Það var ágætt að tryggja hjá Verði á meðan Færeyingarnir áttu það. Um leið og íslensku fjárfestarnir í gegnum Arion banka eignuðust tryggingafélagið. Þá snarhækkaði allt til jafns við það sem er hjá hinum. Ég borga 30 þúsund á ári fyrir stóran fólksbíl í Póllandi,“ segir Valur.

- Auglýsing -

Birgittu blöskrar okrið. „Þetta er ógeðslegt hvernig er farið með ykkur heima á Íslandi. Hér í Bretlandi myndi enginn maður borga verðið sem þið borgið. Fólk mundi heldur sleppa því að eiga bíl heldur en borga þetta glæpa fé fyrir tryggingu. Ísland ætti að skammast sín,“ segir Birgitta. Og Arnar er því sammála. „Helvítis íslenska fjárfestamafían stjórnar þessu, auðvirðilegustu mannskepnur á jörðini, segir Arnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -