Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Skýtur fast á samstarfsflokka íhaldsins: „Ganga fram af þeim með frekju, yfirgangi og yfirlæti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson segir Sjálfstæðismenn valta yfir Framsóknarmenn og Vinstri græna með „rekju, yfirgangi og yfirlæti.“

Hinn ástsæli fjölmiðlamaður og rithöfundur, Illugi Jökulsson skrifar Facebook-færslur sem tekið er erftir, enda kjarnyrtur og skorinorður penni. Í nýjustu færslunni skýtur hann bylmingsfast á samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Íslands, Framsóknarflokkinn og Vinstri græna. Segir hann að Framsóknarmenn séu búnir að taka upp aðferð Vinstri grænna þegar „Sjálfstæðismenn ganga fram af þeim með frekju, yfirgangi og yfirlæti.“ Bætti hann við: „Aldrei er neitt gert, aldrei neinu mótmælt, Sjálfstæðismönnum aldrei settur stóllinn fyrir dyrnar, heldur er einn þingmaður sendur í fjölmiðlana til þess að „lýsa efasemdum“ og „hafa áhyggjur“ og á þannig að friða óbreytta kjósendur.“

Segir Illugi að sá Framsóknarþingmaður sé Hrönn Hafsteinsdóttir sem lýsti efasemdum um ákvörðun Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra, um að skrúfa fyrir fé til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Gaza. „Bjarni hlær auðvitað bara að þessu og er hinn hortugasti í fjölmiðlum. Meiri lúpurnar, Framsókn og VG.“

Færsluna má lesa hér í heild sinni:

Nú eru Framsóknarmenn búnir að taka upp taktík VG þegar Sjálfstæðismenn ganga fram af þeim með frekju, yfirgangi og yfirlæti. Aldrei er neitt gert, aldrei neinu mótmælt, Sjálfstæðismönnum aldrei settur stóllinn fyrir dyrnar, heldur er einn þingmaður sendur í fjölmiðlana til þess að „lýsa efasemdum“ og „hafa áhyggjur“ og á þannig að friða óbreytta kjósendur. Nú er Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir fulltrúi Framsóknar í utanríkismálanefnd látin gegna þessu hlutverki í sambandi við þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar (og í reynd ríkisstjórnarinnar allrar) að frysta fé til flóttamannastofnunar SÞ á Gasa. Bjarni hlær auðvitað bara að þessu og er hinn hortugasti í fjölmiðlum. Meiri lúpurnar, Framsókn og VG.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -