Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Slökkviliðið kærir leigusala- Fjögurra manna fjölskylda í mygluðum kolakjallara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kæru gegn eiganda húsnæðis við Miklubraut vegna ófullnægjandi eldvarna. Eigandinn leigði kjallara húsnæðisins út en þar eru engir gluggar. Kjallarinn er skráður sem geymsla undir verslunarrými. Fjallað var um málið í fréttaþættinum Kveik í vor.

Fjölskylda frá Venesúela, hjón með tvö börn, bjuggu í kjallaranum í tæpt ár. Áður fyrr var þar kolageymsla. Í skýrslu slökkviliðsins segir að engin loftun, mikill saggi, mjög heitt og þungt loft vera í kjallaranum. Lofthæð er um tveir metrar og eina flóttaleiðin er í gegnum löng geymslugöng. Í þætti Kveiks kemur fram að nokkuð sé um svipuð mál þar sem eigendur húsnæða nota hvern fermeter undir leigu en oft eru íbúar þar í slæmum aðstæðum og jafnvel taldir vera í hættu. Flestir íbúanna eru útlendingar sem bráðvantar ódýrt húsnæði.

Mynd: Skjáskot RÚV
Mynd: Skjáskot RÚV
Mynd: Skjáskot RÚV

Eigandi húsnæðisins við Miklubraut er kærður fyrir brot á brunarvarnalögum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -