Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum vill jákvætt samfélag „þar sem öllum er boðið að taka þátt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón B. Birgisson, sviðsstjóri aðgerðasviðs Rauða krossins á Íslandi biðlar til þjóðarinnar að skapa jákvætt samfélag „þar sem öllum er boðið að taka þátt.“

Rætt hefur verið um það undanfarið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlunum, að bakslag hafi orðið í málefnum hælisleitenda og fordómar gagnvart þeim sé að aukast hér á landi. Jón B. Birgisson, sviðsstjóri aðgerðasviðs Rauða krossins á Íslandi skrifar um það bakslag í Facebook-færslu sem birtist í gær.

„Af hverju þetta bakslag? Á vinnustaðnum mínum starfar fólk af 18 þjóðernum. Allt saman gott fólk. Sum fæddust á Landspítalanum, önnur í fjarlægum heimshlutum. Fólk hefur ýmsar ástæður til að flytjast til Íslands. Sum staldra stutt við og starfa við tímabundin verkefni. Önnur koma beinlínis til að setjast hér að. Sum flýja óbærilegt ástand. Önnur langar að prófa eitthvað nýtt. Það hjálpar engum að draga fram skáldaðar staðhæfingar um að sumir „hópar“ séu svona eða hinsegin.“ Svona byrjar færsla Jóns en hann segist sjálfur tilheyra ýmsum hópum.

„Ég tilheyri ýmsum hópum. Sumum hópum kaus ég að tilheyra. Aðra hópa fæddist ég inn í. Við erum öll allskonar, hvort sem við vorum alin upp við soðna ýsu eða bragðmeiri mat. Reynum að þroskast frá „við-og-hin-hyggju“ fortíðar yfir í jákvætt samfélag þar sem öllum er boðið að taka þátt. Sama hvaðan þau komu.“

Að lokum segir Jón að fólk sem geri slæma hluti fyrirfinnist í öllum samfélögum en að það þýði ekki að allir í þeim samfélögum séu vont fólk. Við færsluna birtir hann svo ljósmynd af einni af hvítu rútum sænska Rauða krossins sem björguðu um 15.000 manns frá hræðilegum örlögum við lok seinni heimstyrjaldarinnar.

„Í öllum samfélögum er til fólk sem gerir slæma hluti. Hvert samfélag hefur bjargir til að takast á við það. Það að einn íbúi í Gerðunum brjóti af sér gerir ekki alla íbúa í Gerðunum að vondu fólki. Fjölbreytt samfélag er gott samfélag. Myndin er af einni af hvítu rútum sænska Rauða krossins sem björguðu 15.000 manns úr hryllilegum aðstæðum við lok seinna stríðs. Þær ólýsanlegu aðstæður sköpuðust vegna þess að fólk fór að alhæfa og draga fólk í dilka. Og úthýsa sumum…með þekktum afleiðingum. Það tókst ekki öllum að komast um borð í hvítu rúturnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -