Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Þakka íslenskum gestum gistinýtinguna á árinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum með hærri meðaltalsnýtingu fyrstu 6 mánuði ársins en nokkur landshluti. Förum yfir Reykjavík í fyrsta sinnið, erum annars oft á pari við höfuðstaðinn. Langt yfir meðaltali Suðurlands. Við þökkum gestum áhugann,“ segir Ólafur Sigurðsson, eigandi og hótelstjóri 360 Boutique Hótels í Flóahreppi.

Frá opnun hótelsins í ágúst 2018 hafði það nær eingöngu þjónustað erlenda gesti en vegna Covid-19 var ákveðið að kynna það fyrir Íslendingum í sumar. Boðið hefur verið upp á sérstök kynningarverð fyrir íslenska ferðalanga sem hafa greinilega tekið vel í framboðið. Rekstraraðilar 360 hótels segja það eitt af best geymdu leyndarmálum landsins.

Ólafur Sigurðsson, annar eigenda og hótelstjóri.

„Það er tilfinning að sjá að það er hægt að bjarga sér á slíkum tímum. Það krefst smá útsjónarsemi. Íslenski markaðurinn hefur bjargað okkur í sumar. Við vissum að íslendingar eru spa fólk og markaðssettum því spa með nuddi, stórum lúxus herbergjum og góðum mat í júní og út sumarið. Við þekkjum nú íslenska markaðinn vel, góðir kúnnar, og munum halda áfram að markaðssetja okkur þar,“ segir Ólafur.

„Við búumst við að veturinn verði mjög rólegur. En útlendingar koma aftur, ekki spurning, það er bara spurning hvenær við verðum aftur komin á sama stað og 2019. Gæti orðið næsta sumar,“ segir Ólafur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -