Föstudagur 12. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Ungt jafnaðarfólk fordæmir ákvörðun Bjarna Ben: „Það er ómannúðlegt og úr öllu hófi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungt jafnaðarfólk fordæmir harðlega ákvörðun utanríkisráðherra um að frysta greiðslur til UNRWA.

Ungt jafnaðarfólk sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um að frysta greiðslum til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA).

Í yfirlýsingunni segir meðal annars:

„UNRWA er flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu og hefur um árabil veitt palestínsku flóttafólki menntun, heilbrigðisþjónustu og rekið flóttamannabúðir svo að fátt eitt sé nefnt. Hjá UNRWA starfa 30.000 manns, þar af 13.000 á Gaza.“ Þá segir einnig að Bjarni Benediktsson hafi tekið ákvörðun „án alls samráðs“ um að frysta greiðslur til UNRWA. „Utanríkisráðherra hefur, án alls samráðs, tekið þá ákvörðun um að Ísland greiði ekki til UNRWA þar til að samráð hefur átt sér stað við aðrar norðurlandaþjóðir. Þetta er tilkomið vegna ásakana Ísraels um þátttöku 12 starfsmanna UNRWA að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Ásakanir sem þessar ber að rannsaka efnislega en ekki taka afdrifamiklar ákvarðanir vegna þeirra einna.“

Segir einnig í yfirlýsingunni að það sé „ómannúðlegt og úr öllu hófi að stöðva eina helstu líflínu meira en tveggja milljóna íbúa Gaza og kemur ákvörðunin niður á saklausum, almennum borgurum, sér í lagi börnum. Noregur hefur sem dæmi, af þeim sökum, ákveðið að halda áfram stuðningi sínum við UNRWA.“

Í lokaorðum beinir stjórn Ungs jafnaðarfólks orðum sínum að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Við fordæmum ákvörðun Bjarna Benediktssonar og hvetjum ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur til þess að snúa ákvörðuninni við, standa með mannréttindum og gegn þjóðarmorði.

- Auglýsing -

Lifi frjáls Palestína.“

Hægt er að sjá yfirlýsinguna í heild sinni hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -