Sunnudagur 19. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Vegir áfram lokaðir: „Einhver reitingur sem mætti í morgun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fólk hefur mikinn áhuga á eldgosinu og skal engan undra. Yfirvöld biðja fólk hins vegar um að virða þau mörk sem hafa verið sett í kringum svæðið.

„Það var einhver reitingur sem mætti í morgun og hélt að við værum að fara opna þessa leið. Lögreglumenn greiddu úr því. Það er búið að auglýsta þetta nokkuð vel,“ sagði Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, við RÚV.

Höskuldarvallavegur og Djúpavatnsvegur eru lokaðir fyrir allri umferð, burt séð frá því hvort gosstöðvarnar verði opnar eða ekki. Leiðirnar tvær ráði ekki við mikinn bílafjölda.

„Áður en kom til lokana inn á svæðið var töluverður fjöldi manna við gosstöðvarnar. Fólk virðist hafa fylgt fyrirmælum viðbragðsaðila um að yfirgefa svæðið,“ segir í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. „Með morgninum snýst vindur í norðvestlæga átt, 5-10 m/s og gasmengunin tekur því að berast til suðurs. Áfram verður líklega gasmengun á höfuðbogarsvæðinu, Vogum, Vatsnleysu og Reykjanesbæ, en síðar einnig yfir og Grindavík og Suðurstandarveg“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -