Mánudagur 14. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Vinnumálastofnun tvisvar deilt netföngum skjólstæðinga í fjölpósti: „Þetta er viðkvæmt mál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinnumálastofnun hefur tvisvar gerst brotleg á árinu varðandi trúnað við skjólstæðinga sína. Stofnunin hefur þannig deilt tölvupóstföngum skjólstæðinga sinna í fjölpóstum. Persónuvernd skoðar atvikin.

Fréttablaðið greinir frá. Fyrra atvikið átti sér stað í sumar þegar Vinnumálastofnun sendi út fjölpóst varðandi endurupptöku umsókna um greiðslur í sóttkví. Hið síðara var í október þegar tölvupóstföng enskumælandi skjólstæðinga voru birt í fjölpósti um geðheilbrigðismál.

Einn þeirra skjólstæðinga sem varð fyrir lekanum er síður en svo sáttur með trúnaðarbrot Vinnumálastofnunar.

„Þetta er viðkvæmt mál fyrir marga og mér fyndist mjög óþægilegt ef þessi gögn kæmust í hendur fólks sem ég hef unnið með. Þetta gæti komið sér illa fyrir trúverðugleika minn í starfi og kemur sér illa fyrir fyrirtækið mitt og mig sem fagmann,“ sagði viðkomandi í samstali við Fréttablaðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -