Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Íslenski Bar-inn á Tenerife opnar aftur eftir langt bann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Jæja, þá er komið að því!,“ segir í tilkynningu frá rekstaraðilum íslendingabarsins Bar-inn á Tenerife sem opnar aftur á morgun eftir tveggja mánaða útgöngubann á Spáni. Staðurinn opnar kl. 18:00 síðdegis og var opnunin auglýst á Facebook-hópi sem ætlaður er þeim Íslendingum sem á eyjunni búa.

Eins og Mannlíf hefur fjallað um þá sitja margar íslenskar fjölskyldur í sárum á Tenerife eftir að allir íslenskir ferðamenn voru reknir af eyjunni í mars síðastliðnum vegna COVID-19. Fjölskyldurnar hafa lífsviðurværi sitt af þjónustu við Íslendinga og bíða spenntar eftir því að þeir fari að streyma aftur til þessa vinsæla viðkomustaðar þjóðarinnar.

„Jæja, þá er komið að því!“

Sjá einnig: Íslendinganna sárt saknað.

Föstudaginn 20. mars fór síðasta vélin með íslenska ferðalanga frá Tenerife til Íslands en þá viku höfðu íslensku ferðaskrifstofurnar skipulagt nokkrar neyðarflugferðir frá eyjunni spænsku í samráði við Neytendastofu og íslensk ferðamálayfirvöld. Útgöngubann var síðan sett á og þeir fjölmörgu Íslendingar sem búa á Tenerife hafa verið innilokaðir heima hjá sér í margar vikur og bíða spenntir eftir að banninu ljúki. Spænsk stjórnvöld hafa hafið ferlið að aflétta höftum og í dag var fyrsti dagurinn sem verslanir og veitingastaðir mega opna. Íslenski Bar-inn mun opna formlega á morgun.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -