Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Jón Kristinn gefur formanninum falleinkunn: „Sjálfstæðisflokkurinn er haldinn pólitískri anorexiu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nú er svo komið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist um 15 prósent í nýrri skoðanakönnun en enginn innan forystu hans kippir sér upp við þessa hrikalegu stöðu,“ segir Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur við Mannlíf um þá hrikalegu stöðu sem blasir við um stöðu Sjálfstæðisflokksins sem óðum er að breytast í smáflokk, ef marka má kannanir.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra
Ljósmynd: XD.is
Jón Kristinn er innmúraður Sjálfstæðismaður sem fylgir hægri armi flokksins og hefur að leiðarljósi frelsi einstaklinga og ábyrgð í opinberum fjármálum. Hann hefur gagnrýnt forystu Bjarna Benediktssonar formanns og er einn af fremstu mönnum í hulduher Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra sem Jón Kristinn studdi í formannsslag á dögunum.

Þingflokkurinn með allar sínar sjálfur og plebba

Jón Kristinn gagnrýnir Bjarna enn og aftur harðlega fyrir að þekkja ekki sinn vitjunartíma og vísar til liðins landsfundar. „Ég heyri í ykkur“ sagði Bjarni formaður þá í sigurræðu sinni.
„En hann kann hið pólitíska táknmál. Kann hann að lesa í rúnir þær sem ristar voru á síðasta landsfundi? Þingflokkurinn með allar sínar sjálfur og plebba hátt virðist í engum tengslum við þjóðina, ekki frekar en anorexíu sjúklingur við þá staðreynd,  að til þess að lifa þarf að nærast. Sjórnmalaflokkar lifa ekki nema að eiga samtal við fólkið í landinu, sýna skýra stefnu og sinna stefnumálum sínum til framkvæmda,“ segir Jón Kristinn og er ekki í vafa um að flokkurinn sé að óbreyttu á leið til glötunar,

„Sjálfstæðisflokkurinn er haldinn pólitískri anorexiu.  Hann er í engum tengslum við kjósendur sína og öndunarvélin hikstar,“ segir Jón Kristinn Snæhólm.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -