Laugardagur 20. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Kenning um Covid

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þá er Covid-19-skrattinn kominn aftur á fulla ferð, öllum til gleði og yndisauka. Aftur fáum við að setja á okkur þröngar og illa lyktandi andlitsgrímur og spritta hendurnar þar til þeim blæðir. Áður en langt um líður verðum við aftur farin að bíða í röð fyrir framan Vínbúðina, sem nær út á bílaplan, vegna fjöldatakmarkana. Jólin komu sem sagt snemma í ár.

Ég er annars með kenningu varðandi þessa fjölhæfu og fjölbreyttu veiru, kennda við kórónu. Við höfum öll heyrt hvernig veiran ræðst á líkamann og getur valdið óbætanlegum skaða í verstu tilfellum, en fáir vita kannski að veiran getur lifað í fötum okkar í þrjá daga eftir að hún hefur komist þangað.

Kenning mín snýr einmitt að umræddum þremur dögum. Veiran liggur þar ekki í leti, þvert á móti. Af einbeittum brotavilja umbreytir hún leppunum. Hver kannast ekki við að ætla út að skemmta sér eftir eins og hálfs árs einangrun en komast svo ekki í skyrtuna eða kjólinn sem smellpassaði 2019? Hver kannast ekki við að hafa þurft ítrekað að bæta við gati á beltið sitt undanfarin ár?

Nokkrir hafa þó sloppið við þetta, en það er helst fólk sem stundaði á þessu tímabili líkamsrækt af kappi, heima hjá sér eða úti í náttúrunni. Þið vitið. Fólkið sem birti myndir og myndbönd af sér á samfélagsmiðlunum á hverjum einasta degi, þar sem það gerði æfingar með uppseldum ketilbjöllum eða hjólaði hringinn í kringum Kleifarvatn fyrir vinnu. Það fólk passaði enn í fötin sín eftir að fjórðu bylgju lauk. Á því er einföld skýring. Sviti heldur veirunni frá fötunum og þar sem þau voru alltaf að gera æfingar, náði veiran ekki að minnka fötin.

Ég held sem sagt að veiran ráðist á fatnað fólks og hoppi á milli þeirra í fataskápunum í þrjá daga áður en hún drepst. Við þetta minnki fötin umtalsvert.

Nú er fimmta bylgjan hafin með tilheyrandi boðum og bönnum, takmörkunum og skyldum.  Hvað er hægt að gera svo fötin okkar hverfi ekki alveg? Þá meina ég fyrir utan það að hamstra ketilbjöllur og sippubönd og hlaupa um eins og asni. Núdismi gæti verið eina raunhæfa svarið. Ég hef aldrei skilið þann isma en hann er farinn að hljóma æ betur á tímum Covid-19. Ef þjóðin myndi sameinast í núdismanum myndi sokkurinn sennilega verða jólagjöf númer 1 þessi jólin.

- Auglýsing -

Smelltu hér til að lesa brakandi feskt helgarblaðið eða flettu því hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -